Nýtt þjónustuhús í Ósvör
Sjóminjasafnið í Ósvör hefur verið starfsrækt í núverandi mynd síðastliðin 30 ár og Bolungarvíkurkaupstaður hefur nú hannað nýbyggingu á þjónustuhúsi.
Bolungarvíkurkaupstaður sótti um styrk hjá Framkvæmdasjóð ferðamanna fyrir árið 2026 fyrir framkvæmdinni.

Um ræðir þjónustuhús, stígakerfi og bílastæði fyrir sjóminjasafnið Ósvör og áætlaður fjöldi gesta hverju sinni er um 80 manns. Gert er ráð fyrir almennum sal, þremur salernum, þar af eitt fyrir hreyfihamlaða, geymslu tæknirými og starfsmannaaðstöðu með búningsklefa, eldhús, salerni og kaffikrók.
Hönnun svæðisins gerir ráð fyrir að hægt sé að taka á móti mun meiri fjölda gesta en hægt er í dag.
Með framkvæmdinni munu verða grundvallar breytingar á þjónustu sem hægt er að veita á safninu ásamt stórauknu aðgengi og bættu öryggi á svæðinu. Hönnunin gerir ráð fyrir algildri hönnun og aðgengi fyrir hreyfihamlaða samkvæmt því. Salernisaðstaða verður bætt til muna sem og aðstaða starfsmanna. Þjónustuhúsið mun einnig skapa einstakar aðstæður fyrir minni fundi og litlar ráðstefnur.
Verkefnið sjálft:
Um er að ræða nýbyggingu á einnar hæða þjónustuhúsi fyrir Ósvör sjóminjasafnið í Bolungarvík.
Þjónustuhúsið er hannað með tilliti til aðgengi fyrir alla og skilgreindar gönguleiðir útbúnar fyrir alla aldurshópa.
Notkun:
Um ræðir þjónustuhús, stígakerfi og bílastæði fyrir sjóminnjasafnið Ósvör. Húsið er hugsað fyrir aðstöðu gesti og starfsmenn safnsins. Áætlað fjöldi gesta hverju sinni er um 80 persónur og fjöldi starfsmanna allt að fjórir. Gert er ráð fyrir almennum sal, þremur salernum, þar af eitt fyrir hreyfihamlaða, geymslu, tæknirými og starfsmannaaðstöðu með búningsklefa, salernum fyrir eldhús og starfsmenn, ræstingu fyrir eldhús og húsnæðið og kaffikrók. Eldhúsið er upphitunareldhús og verður aðeins notað við sérstakar uppákomur.
Aðkoma:
Gert er ráð fyrir átta bílastæðum, tveimur hópferðabílastæðum á lóð og tveimur starfsmannastæðum. Gæta skal að hámarks hindrunarhæð 25mm frá bílastæðum að þjónustuhúsi (þröskuldum,
o.sfrv.). Yfirborð utandyra gönguvega skal hafa nægilegan vatnshalla.
Aðgengis og öryggismál:
Aðkoma að þjónustuhúsinu er frá bílastæðum vestanmegin við Óshlíðarveg og bílastæðið aðgreint frá umferðleið með 1400mm háum vegg. Leiðin frá bílastæðum að þjónustuhúsinu er um stíg og tvær hraðahindranir með bundnu slitlagi. Við þjónustuhúsið er skábraut í hallanum 1:20 með hvíldarpalla og handlista. Bílastæði, umferðaleiðir og þjónustuhús skulu vera vel merkt, þannig það henti sjónskertum. Nýjir og eldri stígar að og frá sjóminjasafninu verða lagðir með samfelt, slétt yfirborð, þrep með uppstigi að hámarki 160mm verða útbúinn í landhalla, stuðningshandlistar og leiðalýsing
verður sett við helstu gönguleiðir og hvíldarsvæði útbúin, þannig allir aldurshópar geti athafnað sig óhindrað og af fullu öryggi. óhindrað og af fullu öryggi. Hjólastólaaðgengi verður frá bílastæði að þjónustuhúsi og frá bílastæði að þjónustuhúsi og frá þjónustuhúsi að safnasvæði.