Fara í efni

Reglur um úthlutun lóða

1. gr. 
Umboð til úthlutunar á byggingarlóðum 

Umhverfismálaráði er falið í umboði bæjarstjórnar að úthluta byggingarlóðum samkvæmt eftirfarandi reglum.  

2. gr. 
Auglýsingar 

Allar lóðir skulu auglýstar áður en þeim er úthlutað í fyrsta sinn,  umsóknarfrestur skal ekki vera minni en tvær vikur.  Umhverfismálaráði er  heimilt að úthluta lóð/lóðum án auglýsinga til einstaklinga/lögaðila í sérstökum tilfellum þar sem sérstakar aðstæður réttlæta slíka undanþágu.  

Hafi engar umsóknir borist um auglýsta lóð,  auglýstri lóð ekki úthlutað, hún fallið aftur til bæjarins eftir úthlutun eða að umhverfismálaráð hafi ekki talið rök til að úthluta henni til umsækjanda, ber að skrá slíka lóð lausa til umsóknar. 

Lóðin skal auglýst á heimasíðu Bolungarvíkurkaupstaðar ásamt öðrum lausum lóðum til úthlutunar á hverjum tíma.  Heimilt er að taka til afgreiðslu fyrstu umsókn sem berst enda teljist hún gild.  

3. gr. 
Hæfi umsækjenda 

Lóðaumsókn telst gild og skal hún tekin fyrir í umhverfismálaráði ef hún uppfyllir eftirfarandi skilyrði:

  1. Lóðaumsókn lögð fram innan tilskilins frests og á þar til gerðu eyðublaði, með undirritun umsækjanda.  Umsókn hjóna og sambúðarfólks skal vera sameiginleg.
  2. Umsækjandi sé fjárráða.
  3. Umsækjandi er einskaklingur eða lögaðili með fasta búsetu innan Evrópska efnahagsvæðisins.  Þeir sem uppfylla skilyrði laga nr. 19/1966 um eignarétt og afnotarétt fasteigna með síðari breytingum koma einnig til greina við úthlutun lóða.
  4. Umsækjandi sé ekki í vanskilum við Bolungarvíkurkaupstað og stofnanir hans.
  5. Umsækjandi hafi ekki áður fengið viðkomandi lóð úthlutað.  Heimila má aðila að sækja um lóð sem viðkomandi hefur verið lóðarhafi að hafi sveitafélagið afturkallað lóðina í sérstöku tilfelli, einnig ef ekki eru aðrir umsækjendur að lóðinni. 

4. gr. 
Úthlutunarreglur

  1.  Umsækjandi sem fær úthlutað lóð er tilkynnt það skriflega af byggingarfulltrúa.
  2. Lóðarhafa er óheimilt að framselja lóðarréttindi sín til þriðja aðila eða selja mannvirki á lóðinni áður en lóðarsamningur er frágengin.
  3. Byggingarfulltrúa er heimilt að veita lóðarhafa leyfi til að grafa fyrir húsi á lóð eða flytja nauðsynleg fyllingarefni, án þess að byggingarleyfi liggi fyrir enda sé það gert eins byggingarfulltrúi segir til um.  Kostnaður við slíka framkvæmd er alfarið á kostnað lóðarhafa og verður sá kostnaður ekki endurgreiddur ef lóð er skilað eða hún innkölluð.
  4. Byggingarfrestur á lóð eða byggingarsvæði er 12 mánuðir frá samþykkt bæjarstjórnar.  Byggingarfrestur er sá tími sem lóðarhafi hefur til að fá byggingarleyfi skv. byggingarreglugerð ásamt því að hefja framkvæmdir á lóðinni.  Hafi byggingarleyfi ekki verið veit eða framkvæmdir ekki hafist á lóðinni að byggingarfresti liðnum fellur lóðaúthlutun úr gildi.  Greiði lóðhafi ekki gatnargerðargjald innan tilskilins frest fellur lóða úthlutun niður.
  5. Lóðarhafi skal skila inn aðaluppdráttum til samþykktar innan 6 mánaða frá lóðarúthlutun.  Hafi lóðarhafi ekki skilað inn aðaluppdráttur innnan þessa 6 mánaða er bæjarstjórn heimilt að fella niður lóðarúthlutun þrátt fyrir að framkvæmdir við jarðvinnu séu hafnar sbr. grein 4 c hér að ofan.
  6. Byggingarfrestur verður ekki framlengdur á íbúðarhúsalóðum nema sterk rök mæli með slíku enda skal beiðni um frest vera komin áður en byggingarfrestur rennur út. g) Hús skal fullgert að utan, lóð vera grófjöfnuð í rétta hæð og gengið skal verið frá mörkum við aðrar lóðir og götu innan þriggja ára frá úthlutun lóðar.
  7. Í sérstökum tilfellum er heimilt að sækja um lóðir án þess að fyrirhugað sé að byggja á lóðinni í náinni framtíð.  Sérstaklega á þetta við um á athafnasvæðum þar sem fyrirtæki í örum vexti hyggst tryggja sér stækkunarmöguleika.  Slíkt úthlutun skal ekki gilda nema í þrjú ár frá samþykki.
  8. Alla jafna skal beita útdrætti um lóð ef margir umsækjendur eru um sömu lóð.  Við útdrátt skal dregið úr þeim umsóknum sem uppfylla sett skilyrði. 

5. gr. 
Afturköllun lóðar 

Bæjarstjórn getur afturkallað úthlutaða lóð ef lóðarhafi heldur ekki byggingar- og skipulagsmála, m.a fresti um tilskilin leyfi, framkvæmdarhraða o.s.frv.  Bæjarstjórn getur einnig í sérstökum tilfellum afturkallað lóðir fram að þeim tíma sem framkvæmdir hefjast á lóðinni.  Lóð skal afturkalla skriflega til lóðahafa.  Vísað verður í Skipulagslög nr. 123/2010 og Lög um mannvirki nr. 160/2010 sem og Byggingarreglugerð nr. 112/2012 

6. gr. 
Lóðarleigusamningur 

Lóðahafi fær ekki lóðaleigusamning fyrr en að eftirtöldum skilyrðum er fullnægt:

  1. Öll gjöld skulu vera greidd
  2. Lokið er við að steypa sökkla viðkomandi húss.
  3. Lóðahafi þinglýsi lóðarleigusamningi á sinn kostnað. 

7. gr. 
Sérákvæði 

Bæjarstjórn er í sérstökum tilvikum heimilt að taka lóðir af lóðarlista ef um brýna og augljóslega hagsumi er að ræða, svo sem þegar liggur fyrir að fyrirtæki eða stofnun á næstu lóð þurfi að eiga möguleika á því að stækka lóð sína, ef sveitarfélagið ákveður að fresta úthlutun lóðarinnar eða ef tryggja þarf sveitarfélaginu eða opinberum stofnunum byggingarrétt. 

Bæjarstjórn er heimilt að úthluta svæðum til uppbyggingar til verktaka án þess að lóðir á viðkomandi svæði séu auglýstar til úthlutunar.  Í slíkum tilvikum skal gerður samningur milli aðila þar sem m.a skal kveðið á um afmörkun svæðisins, byggingarhraða og tryggingar fyrir greiðslu gatnagerðargjalda. 

8. gr. 
Gildistaka  

Samþykkt þessi tekur gildi frá afgreiðsludegi bæjarstjórnar Bolungarvíkurkaupstaðar 

Samþykkt á fundi bæjarstjórnar 11.06 2019