Það er okkur sönn ánægja að kynna nýja heimasíðu Bolungarvíkur!
Þessi uppfærsla markar stórt skref í átt að nútímalegri og aðgengilegri miðlun upplýsinga um starfsemi sveitarfélagsins, þjónustu við íbúa og gesti, og það sem er að gerast í Bolungarvík. Vefurinn er unnin í samstarfi við Stefnu, sem sér einnig um rekstur og viðhald á vefumsjónarkerfinu.
Við höfum lagt ríka áherslu á að bæta upplifun notenda, einfalda leiðarkerfi og gera efni aðgengilegra, og vinnan heldur áfram á næstu vikum. Vefurinn er enn í þróun og því gæti tímabundið vantað upplýsingar eða eitthvað ekki virkað sem skyldi.
Gömlu síðuna má enn skoða
ATH hún verður aðgengileg í dag (7.1)
Á meðan unnið er að yfirfærslu á efni og fullnaðaruppsetningu, getur þú skoðað eldri heimasíðu Bolungarvíkur hér til að nálgast upplýsingar sem vantar. Vinsamlegast athugið að eldri vefurinn verður ekki uppfærður með nýju efni eða upplýsingum.
Við þökkum þolinmæðina og hlökkum til að kynna nýtt og betra efni á komandi vikum!
