Stöð 1 og 2
Upphafstaður heilsustígsins er við sundlaugina og eru æfingastöðvar númer 1 og 2 hjá tjaldsvæðinu.
| Musteri vatns og vellíðunar | Virkir dagar 06:00-21:00 |
| Bæjarskrifstofa Bolungarvíkur | Mánudaga - fimmtudaga 10:00-14:00 |
| Gámastöð | Mánudaga kl. 15:00-18:30 Að auki 1. júní-1. september |
Heilsustígurinn er skemmtileg göngu- og/eða hlaupaleið í kringum byggðina í Bolungarvík. Stígurinn er 4,3 km langur og býður upp á fimmtán æfingastöðvar sem reyna ýmist á styrk, liðleika og úthald.
Við hverja stöð er skilti með leiðbeiningum um æfingar. Æfingar geta verð grænar, gular eða rauðar á hverri stöð.

Upphafstaður heilsustígsins er við sundlaugina og eru æfingastöðvar númer 1 og 2 hjá tjaldsvæðinu.

Eftir að stöðvar 1 og 2 er fari yfir göngubrú á Hólsá og gengið eftir göngustíg þar sem stöð 3 er uppi á hæð. Eftir hana er farið yfir aðra göngubrú og í áttina að skógræktinni en þar er stöð 4 á opnu svæði.

Eftir stöð 3 er farið yfir aðra göngubrú og í áttina að skógræktinni en þar er stöð 4 á opnu svæði.

Eftir stöð 4 er stutt í stöð 5 sem er þétt upp við skógræktina í Bernódusarlundi.

Frá stöð 5 liggur leiðin í gegnum lundinn og upp á veginn sem liggur fram í Þjóðólfstungu. Fjallsmegin við veginn er svo stöð 6.

Stöð 7 er við stærri snjóflóðavarnargarðinn.

Heilsustígurinn liggur meðfram varnargarðinum en hægt er að ganga eða hlaupa upp á garðinn og ná meiri hækkun. Stöð 8 er við hinn enda snjóflóðavarnargarðinn.

Stöð 9 er við upphaf minni varnargarðsins, þar sem sá stærri endar.

Stöð 10 er við hinn enda minni varnargarðsins. Í stað þess að ganga meðfram garðinum er tilvalið að fara upp tröppurnar sem er ígildi auka æfingar á hringnum.

Eftir stöð 10 liggur leiðin af Bökkunum niður í fjöru þar sem gönguleið er meðfram brimvarnargarðinum og út að gamla frystihúsinu (nú mjólkurvinnslan Arna) þar sem stöð 11 er með góðu útsýni út á Djúpið.

Síðan liggur leiðin á opna svæðið bak við Bjarnabúð þar sem stöð 12 er.

Frá stöð 12 er gengið upp Holtastíg og inn Miðstræti í átti að íþróttahúsinu. Á opna svæðinu við ærslabelginn er stöð 13.

Frá stöð 13 liggur leiðin inn á Grundir við Hrafnaklett þar sem stöð 14 er.

Frá Hrafnakletti liggur leiðin um Kirkjuveg að Hóli og að sundlauginni aftur þar sem 15. og síðustu stöðina er að finna.
