Fara í efni

Bolafjall - 9km

Malarvegur liggur frá Bolungarvík upp á Bolafjall nema að fyrsti kílómeterinn fram Hlíðardal er með bundnu slitlagi. Bolafjall er í um 630 metra hæð yfir sjávarmáli. Vegurinn upp á fjallið er eingöngu opinn fyrir bílaumferð yfir sumarmánuðina en hann var byggður fyrir ratsjárstöðina sem staðsett er á fjallinu.

Bolafjall er frábær útsýnisstaður og segja má að fjallið sé einn helsti viðkomustaður ferðamanna á norðanverðum Vestfjörðum. Frá fjallinu er stórbrotið útsýni að Hornstrandafriðlandinu, Jökulfjörðum, Ísafjarðardjúpi og sumir segja alla leið til Grænlands. Sólsetrið er einnig sérstaklega fallegt frá Bolafjalli.