Fara í efni
30.12.2025 Auglýsingar

Uppbygging á Aðalstræti 16

Deildu

Bolungarvíkurkaupstaður auglýsir eftir áhugasömum aðilum sem vilja taka að sér uppbyggingu á Aðalstræti 16.

Húsið er lágreist timburhús, með mænisþaki byggt á hlöðnum og steyptum grunni í látlausum, hefðbundnum stíl. Kjallari er gömul kolageymsla og kyndiklefi með lágri lofthæð. Húsið var upphaflega byggt í Látrum í Aðalvík árið 1909 en var flutt til Bolungarvíkur um 1930 og hefur staðið þar síðan.

Bolungarvíkurkaupstaður hlaut styrk frá Húsafriðunarsjóði árið 2020 fyrir rannsóknum, uppmælingu og tillögugerð fyrir Aðalstræti 16. Í júlí 2020 var húsið mælt upp af Sei Studio sem í kjölfarið hefur unnið tillögur og áætlun um uppgerð hússins sem meðal annars miðar að því að auka öryggi gangandi vegfaranda.

Áhugasamir skulu hafa samband við Jón Pál Hreinsson.

Jón Páll Hreinsson
Bæjarstjóri