Bæjarstjóri
Jón Páll Hreinsson
Netfang: jonpall@bolungarvik.is
Sími: 899 4311
- Jón Páll - mynd (JPG)
Jón Páll Hreinsson er með M.Sc. í alþjóðaviðskiptum frá Norwegian School of Management – BI og B.Sc. í markaðsfræðum frá Tækniskóla Íslands.
Hann hefur fjölþætta reynslu úr atvinnulífinu sem markaðsstjóri hjá framleiðslufyrirtæki og forstöðumaður hjá flutningafyrirtæki auk þess að starfa sem umboðsmaður skemmtiferðaskipa.
Hann hefur tengst sveitarstjórnarmálum m.a. í gegnum starf sitt undanfarin ár sem ráðgjafi hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða og sem framkvæmdastjóri Markaðsstofu Vestfjarða. Þar hefur hann veitt ýmiskonar ráðgjöf til fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga, aðallega á sviði rekstrar- og markaðsmála auk áætlunargerðar og stefnumótunarverkefna.
Jón Páll hefur einnig komið að fjölmörgum nýsköpunarverkefnum í störfum sínum auk þess að vera virkur í félagsmálum.
Jón Páll er í sambúð með Þuríði Katrínu Vilmundardóttur, skurðhjúkrunarfræðingi, og eiga þau fjögur börn.