• Það er ógeðslega gaman í vinnuskólanum

Vinnuskóli

Vinnuskólinn í Bolungarvík er fyrir unglinga hafa lokið 8.-10. bekk grunnskóla og 1. bekk menntaskóla. 

Tilgangur vinnuskólans er að skapa ungu fólki atvinnu og kenna þeim verklag og veita þeim tilfinningu fyrir atvinnu.

Tryggt er að allir unglingar sem hafa lokið 8.-10. bekk grunnskóla og 1. bekk menntaskóla, hafa lögheimili í Bolungarvík eða eiga foreldra með lögheimili í Bolungarvík, komist að í vinnuskólanum. Aðrar umsóknir verða metnar hverju sinni.

Verkefnum vinnuskólans er flestum úthlutað af áhaldahúsi Bolungarvíkurkaupstaðar auk annarra verkefna sem koma uppá hverju sinni. 

Verkstjóri sér um að skipta í hópa til ákveðinna verkefna. Viðeigandi fatnaður skal hafður í samræmi við veður og verkefni hverju sinni.Tillit er tekið til sérstakra aðstæðna unglinga við val á verkefnum, verður slíkt metið hverju sinni.

Krafa er gerð til þeirra sem starfa í vinnuskólanum þeir sýni dugnað og leggi sig fram til þeirra verkefna sem fyrir liggja. 

Notkun farsíma er með öllu óheimil. 

Unglingum bera að sýna hvor öðrum, yfirmönnum og hverjum sem á vegi þeirra verður almenna kurteisi.