• Markaðshelgin

Markaðshelgin

Markaðshelgin er fjölskylduhátíð sem haldin er fyrstu helgina í júlí með markaðstorgi, leiklistar- og tónlistaratriðum og leiktækjum fyrir krakka á öllum aldri. 

Markaðshelgin 20211.-3. júlí 
Þrjátíu ára afmæli markaðsdagsins
Facebook.com

Bæði kaupendur og seljendur hafa snúið heim með bros á vör frá markaðstorginu sem vel á annað þúsund manns hafa sótt ár hvert og fer fjölgandi. 

Markaðsdagurinn sjálfur, sem er fyrsti laugardagurinn í júlí, er blanda af öflugu markaðstorgi, yfirgripsmikilli tónlistar- og fjölskylduskemmtun, auk fjölbreyttra leiktækja fyrir krakka á öllum aldri. 

Það er samdóma álit þeirra gesta sem sótt hafa markaðsdaginn í Bolungarvík að hann hafi tekist einstaklega vel, og sé sannarlega í sérflokki. 

Fyrsti markaðsdagurinn var haldinn laugardaginn 6. júlí 1991 og markaðsdagurinn hefur oftast verið miðaður við fyrsta laugardag í júlí. Árið 1990 skipaði Fjórðungssamband Vestfjarða starfshóp til að vinna að stefnumótum í ferðamálum. Í hópnum sátu Anna Guðrún Edvardsdóttir og Áslaug Alfreðsdóttir sem vildu prófa að hafa þá nýbreytni að vera með markaðsdag í Bolungarvík. Það kom í hlut Önnu Guðrúnar að undirbúa daginn og sá hún um hann í all mörg ár.