Jafnlaunavottun
Bolungarvíkurkaupstaður fékk jafnlaunavottun í lok árs 2021.
Vottunarnefnd iCert hefur tekið ákvörðun um að veita Bolungarvíkurkaupstað vottun á að jafnlaunakerfi kaupstaðarins uppfylli kröfur staðalsins ÍST 85:2012.
Það er í samræmi við 7. gr. reglugerðar nr. 1030/2017, um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85, sbr. ákvæði laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, með síðari breytingum.
Því til staðfestingar veitir iCert Bolungarvíkurkaupstað vottunarskírteini til varðveislu með gildistíma til þriggja ára frá útgáfudagsetningu með fyrirvara um áframhaldandi samræmi við kröfur staðalsins.