• Aðalskipulag Bolungarvíkur 2009-2020

Aðalskipulag 2020-2032

Aðalskipulag er skipulagsáætlun fyrir eitt sveitarfélag og nær til alls landsvæðis þess.

Í aðalskipulagi setja sveitarstjórnir fram stefnu sína um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál. Aðalskipulag skal ná til a.m.k. 12 ára tímabils og er grundvöllur deiliskipulags þar sem skipulag einstakra svæða er nánar útfært. 

Aðalskipulagi er ætlað að stuðla að skynsamlegri og hakvæmri nýtingu lands og landgæða og tryggja varðveislu náttúru- og menningarverðmæta, jafnframt því að koma í veg fyrir umhverfisspjöll og ofnýtingu. 

Aðalskipulaginu er ætlað að vera virkt stjórntæki og nýtast beint við ákvarðanir og áætlanir sveitarfélags sem varða ráðstöfun lands á einn eða annan hátt. Skipulagið ber að vinna í sem mestri samvinnu við íbúa og aðra hagsmunaaðila.