• Sundlaug

Sundlaug Bolungarvíkur

Musteri vatns og vellíðunar #musterivv

Höfðastígur 1, 415 Bolungarvík

456 7381 sundlaug@bolungarvik.is

Sundlaugin á Facebook

OpiðSumar 1. júníVirkir dagar 07:00-22:00
Helgar 10:00-18:00

Vetur 1. septemberVirkir dagar 06:00-21:00
Helgar 10:00-18:00

Sundlaug Bolungarvíkur er hluti af Íþróttamiðstöðinni Árbæ

Afslættir

  • Ellilífeyrisþegar og öryrkjar fá 50% afslátt af einstökum miðum í sund og árskorti Heilsubæjarins. 
  • Útilegukortið gildir fyrir gistingu á tjaldsvæði
  • 10% FÍB afsláttur er af gistingu á tjaldsvæði.

Laugin er innilaug, 8 x 16,66 m., á útisvæði eru tveir heitir pottar, annar er 41°C heitur og hinn 39°C, með vatnsnuddi. Auk þess er á útisvæði upphituð vaðlaug, vatnsrennibraut og kaldur pottur. 

  • Tíu ára börn mega fara í sund án fylgdar, miðað er við árið sem þau verða tíu ára.
  • Níu ára og yngri börnum er óheimill aðgangur að sundsstöðum nema í fylgd. 

Einnig er í boði sauna með góðri hvíldaraðstöðu. Tjaldsvæðið er við sundlaugina og skammt undan er hinn vinsæli ærslabelgur.

Þjónusta á almennum frídögum

Dagur Þjónusta 
 Nýársdagur Lokað
 Skírdagur Kl. 10:00-18:00
 Föstudagurinn langi Kl. 10:00-18:00
 Páskadagur Kl. 10:00-18:00
 Annar í páskum Kl. 10:00-18:00
 Sumardagurinn fyrsti Lokað
 1. maí Lokað
 Uppstigningardagur Lokað
 Hvítasunnudagur Kl. 10:00-18:00
 Annar í hvítasunnu Kl. 10:00-18:00
 17. júní Lokað
 Aðfangadagur jóla Kl. 08:00-12:00
 Jóladagur Lokað
 Annar í jólum Kl. 10:00-18:00
 Gamlársdagur Kl. 10:00-12:00

Þann 30. janúar 1977 var Sundlaug Bolungarvíkur opnuð.

Gjaldskrá sundlaugar

Google maps