• Sjomannadagurinn-Bolungarvik

Merki Sjómannadags Bolungarvíkur

Merki Sjómannadags Bolungarvíkur var teiknað árið 1957 af Stefáni Jónssyni á Teiknistofu Stefáns Jónssonar.

Merkið var upphaflega teiknað fyrir Lesstofu sjómanna eða Sjómannastofuna eins og hún var oftast nefnd og var til húsa í Félagsheimili Bolungarvíkur. 

Árið 1978 var síðan gerður hátíðarfáni Sjómannadags Bolungarvíkur eftir merkinu.

Árið 2018 var merkið teiknað upp eftir merkinu á hátíðarfánanum.