Bolungarvík á 20 mínútum
Í tilefni af 40 ára afmæli kaupstaðarins árið 2014, lét bæjarstjórn gera stutta kynningarmynd um kaupstaðinn.
Bolungarvík á 20 mínútum (YouTube.com)
Myndin grípur niður í sögu kaupstaðarins frá landnámi til ársins 1974 þegar Bolungarvík hlaut kaupstaðarréttindi.
Myndin var forsýnd í Félagsheimili Bolungarvíkur þ. 28. desember fyrir fullu húsi við góðar undirtektir áhorfenda, en var svo sýnd í fyrsta sinn í sjónvarpi, á RÚV, daginn eftir.
Myndin var unnin af unnin af Kvikmyndafélaginu Glámu í samstarfi við Ómar Smára Kristinsson myndlistarmann.