Landnám Bolungarvíkur
Þuríður sundafyllir var landnámsmaður í Bolungarvík og bjó á Vatnsnesi í Syðridal.
Þjóðólfur bróðir hennar bjó í Þjóðólfstungu.
Bæði voru þau fjölkunnug og deildu um land og búfénað. Þau slógust að lokum með fjölkyngi á Ófæru.
Hún lagði á að hann yrði að kletti þar sem flestir fuglar á hann skiti, en hann á móti að hún yrði að standa þar sem vindur gnauðaði mest á.
Norðan megin Víkurinnar var kletturinn Þjóðólfur sem hvarf haustið 1836 en sunnan megin stendur enn bergstandurinn Þuríður.
- Um þetta má lesa nánar í Vestfirzkum þjóðsögum.