Frisbígolf
Frisbígolfvöllurinn í Bolungarvík er með 9 körfur og 2 teiga á hverri braut.
Opið allt árið
Ókeypis aðgangur
Sími sundlaugar 456 7381
sundlaug@bolungarvik.is
bolungarvik.is/frisbigolf
Völlurinn er í skemmtilegu umhverfi með fjölbreyttum gróðri og trjám. Hæðamunur gerir völlinn krefjandi en kastað er bæði upp og niður halla.
Á sumrin getur verið töluverð lúpína en þá er gott að taka vel eftir ef diskurinn lendir í henni.
Hægt er að fá leigða diska í Íþróttamiðstöðinni Árbæ.