Bolafjall
Bolafjall er 638 metra hátt fjall fyrir ofan Bolungarvík.
Brattur akvegur liggur upp á Bolafjall en þar er ratsjárstöð Landhelgisgæslu Íslands. Vegurinn hefur verið opinn bílum í júlí og ágúst.
Á Bolafjalli er hrjóstrug háslétta og þaðan er mikið víðsýni til allra átta enda er Bolafjall vinsæll viðkomustaður á Vestfjörðum.
Þverhnípt er fram af fjallinu og afar varasamt fara nálægt brúninni. Gæta þarf þess að börn séu ekki eftirlitslaus.