• Tjaldsvæði Bolungarvíkur

Tjaldsvæði með þjónustuhúsi

Tjaldsvæði er staðsett á bökkum Hólsár við Sundlaug Bolungarvíkur. 

Opið Opið allt árið.

Þjónustuhús fylgir tjaldsvæðinu en þar er matsalur fyrir gesti tjaldsvæðins með eldunaraðstöðu. Tjaldsvæðið er hluti af Íþróttamiðstöðinni Árbæ.

Afslættir 

Einnig er þvottaaðstaða í þjónustuhúsinu með þvottavél og þurrkara, salernis- og snyrtiaðstöðu en á opnunartíma sundlaugarinnar er einnig hægt að nýta salerni og snyrtingu þar. Á tjaldsvæðinu er rafmagn, útisnúrur og kolagrill.

Þjónusta við tjaldsvæði
  • Sundlaug
  • Vaðlaug
  • Heitir pottar
  • Kaldur pottur
  • Vatnsrennibraut
  • Sauna
  • Sturtur
  • Vatnssalerni
  • Eldhús
  • Rafmagn
  • Heitt vatn
  • Kalt vatn
  • Þvottavél
  • Þurrkari
  • Útisnúrur
  • Grill
  • Sorp
  • Gæludýr

Í næsta nágrenni er ærslabelgur, sparkvöllur, hreystivöllur, frisbígolfvöllur og golfvöllur. Þá er áhugavert að skoða Sjóminjasafnið Ósvör, Náttúrugripasafn Bolungarvíkur og Grasagarða Vestfjaðra.

Sumarveiði er í Syðradalsvatni og ekki er úr vegi að skoða surtarbrandsnámurnar í Syðridal og svo leggja margir leið sína um Bolungarvíkurhöfn. Af Bolafjalli er einstakt útsýni í góðu veðri og Skálavík er vinsælt útivistarsvæði.

Starfsfólk sundlaugarinnar hefur umsjón með tjaldsvæðinu og veitir frekari upplýsingar í síma 456 7381 og sundlaug@bolungarvik.is. 

Um tjaldsvæðið

Íþróttahúsið Árbær
Höfðastígur 1
415 Bolungarvík
Sími: 456-7381
Netfang: sundlaug@bolungarvik.is
www.bolungarvik.is/sund
www.bolungarvik.is/tjald