Tjaldsvæði með þjónustuhúsi
Tjaldsvæði er staðsett á bökkum Hólsár við Sundlaug Bolungarvíkur.
Opið Opið allt árið.
Þjónustuhús fylgir tjaldsvæðinu en þar er matsalur fyrir gesti tjaldsvæðins með eldunaraðstöðu. Tjaldsvæðið er hluti af Íþróttamiðstöðinni Árbæ.
Afslættir
- Útilegukortið gildir fyrir gistingu á tjaldsvæði.
- 10% FÍB afsláttur er af gistingu á tjaldsvæði.
Einnig er þvottaaðstaða í þjónustuhúsinu með þvottavél og þurrkara, salernis- og snyrtiaðstöðu en á opnunartíma sundlaugarinnar er einnig hægt að nýta salerni og snyrtingu þar. Á tjaldsvæðinu er rafmagn, útisnúrur og kolagrill.
Þjónusta við tjaldsvæði | |||
|
|
|
Í næsta nágrenni er ærslabelgur, sparkvöllur, hreystivöllur, frisbígolfvöllur og golfvöllur. Þá er áhugavert að skoða Sjóminjasafnið Ósvör, Náttúrugripasafn Bolungarvíkur og Grasagarða Vestfjaðra.
Sumarveiði er í Syðradalsvatni og ekki er úr vegi að skoða surtarbrandsnámurnar í Syðridal og svo leggja margir leið sína um Bolungarvíkurhöfn. Af Bolafjalli er einstakt útsýni í góðu veðri og Skálavík er vinsælt útivistarsvæði.
Starfsfólk sundlaugarinnar hefur umsjón með tjaldsvæðinu og veitir frekari upplýsingar í síma 456 7381 og sundlaug@bolungarvik.is.
Um tjaldsvæðið
Íþróttahúsið Árbær
Höfðastígur 1
415 Bolungarvík
Sími: 456-7381
Netfang: sundlaug@bolungarvik.is
www.bolungarvik.is/sund
www.bolungarvik.is/tjald