• Bolungarvík

Félagsþjónusta

Sveitarfélög sjá um að veita íbúum þjónustu og aðstoð samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. 

Félagsleg ráðgjöf
Félagsleg ráðgjöf felur meðal annars í sér:

  • Upplýsingar og leiðbeiningar um félagsleg réttindi
  • Ráðgjöf vegna skilnaðar, forsjár og umgengni
  • Uppeldisráðgjöf
  • Ráðgjöf vegna áfengis- og vímuefnavanda
  • Ráðgjöf vegna sjúkdóma og fötlunar
  • Ráðgjöf vegna tilfinningalegs og félagslegs vanda

Ráðgjöf í skóla
Félagsmálastjóri er með fasta viðveru í grunnskóla Bolunarvíkur og sinnir þar ráðgjöf við nemendur sem glíma við tilfinningalegan vanda. Einnig er ráðgjöf við skólastjórnendur, kennara og foreldra vegna vanda barna, s.s. vanlíðan, samskiptavanda, einelti og hegðunarvalda. Félagsmálastjóri sinnir einnig ráðgjöf í leikskóla eftir þörfum.  

Félagsleg heimaþjónusta
Rétt til félagslegrar heimaþjónustu hafa þeir sem búa í heimahúsi og geta ekki séð hjálparlaust um heimilishald (þrif og fleira) vegna skertar getu vegna aldurs, veikinda, fötlunar, álags eða erfiðra fjölskylduaðstæðna. 

Félagsstarf eldri borgara
Félagsstarfið er starfrækt yfir vetratímann alla virka daga kl 13-16. Boðið er uppá handavinnu, spilamennsku, boccia, kaffiveitingar og fleira. Þátttaka er gjaldfrjáls, en þátttakendur greiða fyrir efniskostnað í handavinnu og fyrir kaffi. Dagskrá félagsstarfsins er auglýst sérstaklega á hverju hausti.  

Fjárhagsaðstoð
Einstaklingar og fjölskyldur sem hafa tekjur undir ákveðnum viðmiðunarmörkum eiga rétt á fjárhagsaðstoð til framfærslu. Tekjulágir foreldrar geta einnig sótt um fjárhagsaðstoð til að greiða fyrir dagvistun, skólamáltíðir eða frístundir barna sinna. Einnig er hægt að sækja um fjárhagsaðstoð vegna sérstakra aðstæðna, svo sem áfalls. 

Ferðaþjónusta fatlaðra
Ferðaþjónusta fatlaðra er fyrir þá sem ekki eru færir um að nota almenningsfarartæki og/eða eigin farartæki vegna fötlunar. Ferðaþjónustan er gjaldfrjáls fyrir ferðir í endurhæfingu, hæfingu og tómstundir fatlaðra. Sótt er um ferðaþjónustu hjá félagsmálastjóra.  

Liðveisla
Liðveisla er ætluð þeim sem eru andlega eða líkamlega fatlaðir og þurfa sérstaka þjónustu og stuðning af þeim sökum. Hér er átt við þroskahömlun, geðfötlun, hreyfihömlun, sjón- og heyrnarskerðingu. Með liðveislu er átt við persónulegan stuðning og aðstoð sem miðar að því að rjúfa félagslega einangrun. Sótt er um liðveislu hjá félagsmálastjóra. 

Reglur og samþykktir félagsþjónustu