• Flokkum

Sorphirða

Sorphirða í Bolungarvík er með tvennum hætti.

 • Annars vegar geta íbúar og fyrirtæki farið með flokkað sorp og úrgang á gámastöð í samræmi við opnunartíma og gjaldskrá, sjá gjaldskrá.
 • Hins vegar eru tvö sorpílát fyrir hvert heimili, tunna fyrir almennt sorp og lífrænn úrgangur og tunna fyrir pappi/pappír og plastumbúðir.

Staðsetning og aðgengi tunna

Æskilegt er að sorptunnur séu staðsettar við framanvert hús og mikilvægt að gæta þess að aðgengi við losun sé ætíð sem best. Afar mikilvægt er að íbúar moki snjó frá sorptunnum. Festingar á tunnum skulu vera þannig að auðvelt sé að losa þær og festa aftur.

Yfirfullar tunnur

Tunnur skulu ekki fylltar meira en svo að þeim sé hægt að loka. Yfirfullar tunnur geta valdið vandræðum og sóðaskap þegar þær eru losaðar. Yfirfullar tunnur verða ekki losaðar og er íbúum bent á gámastöð.


Með síðustu breytingum á lögum um meðhöndlun úrgangs var komið á samræmdu flokkunarkerfi yfir allt land. Þetta er mikilvægt fyrir innleiðingu hringrásarhagkerfis á Íslandi og stórt framfaraskref þar sem sýnt hefur verið fram á að sérsöfnun á hráefni leiðir til meiri og betri flokkunar.

Nýja flokkunarkerfið byggir á sérsöfnun á eftirfarandi flokkum við íbúðarhús: 

 • Pappír og pappi
 • SorpSorp1

  Tvær tunnur-fjögur hólf fyrir hvert heimili

  • Tunna fyrir blandaðan úrgang og lífrænn úrgang 
  • Tunna fyrir pappír og pappa og plastumbúðir

  Tunnurnar eru losaðar samkvæmt sorphirðudagatali á hálfsmánaðar fresti hvor. Þannig er almennt sorp tekið eina vikuna og sorp til endurvinnslu þá næstu og þannig á víxl.

  Tunna fyrir blandaðan úrgang

  Almennt sorp-blandaður úrgangur er sá úrgangur sem ekki er hægt að flokka. Blandað sorp endar í urðun eða brennslu. Dæmi úr slíkan úrgang: pappírs handþurkkur af salernum, einnota hanskar, pappírsþurkkur, óhreinar umbúðir sem ekki er hægt að aðskilja, hrá matvæli, tyggjó, ryksugupokar, einnota bleyjur, einnota dömubindi og blautklútar.

  Hólf fyrir lífrænn úrgang

  Lífrænn eldhúsúrgangur fellur til í eldhúsum heimila og fyrirtækja. Eingöngu má nota jarðgeranlega poka fyrir þennan úrgangsflokk. Lífræna eldhúsúrganginum er umbreytt í moltu sem t.d. er hægt að nýta í landgræðslu. Efnið er notað í jarðgerð og þvi er nauðsynlegt að nota sérstaka niðurbrjótanlega poka. Þessir pokar fást td. hjá Terru og eru úr lífrænni sterkju. Plastpoka má alls ekki nota! Lífrænn úrgangur fer í brúna hólfið í almennu tunnunni ekki svarta hólfið í endurvinnslutunnunni.

  Tunna fyrir pappír og pappa

  Í tunnu fyrir pappír og pappa má setja pappír, bylgjupappa, fernur og sléttan pappa, dagblöð og tímarit. Til að hægt sé að endurvinna umbúðir/hráefni þarf það að vera hreint. Það er því mikilvægt að tæma og hreinsa matarleifar úr umbúðunum, annars eiga þær heima með almennu sorpi. Pappi á ekki að vera í plastpokum. Hann á að setja beint í endurvinnslutunnuna. Það má ekki blanda plasti og pappa í sama hólf.

  Hólf fyrir plastumbúðir

  Í tunnu fyrir plastumbúðir má eingöngu setja umbúðir úr plasti. Til að hægt sé að endurvinna plastumbúðir þurfa þær að vera hreinar. Það er því mikilvægt að tæma og hreinsa matar- og efnaleifar úr umbúðunum, annars eiga þær heima með almennu sorpi. Þrífa á allt plast sem fer í endurvinnslutunnuna. Plast á að vera í hólfinu, ef það er sett í poka þurfa þeir að vera glærir. Það má ekki blanda plasti og pappa í sama hólf.

  Skilaskyldar umbúðir
  Sérstakt skilagjald er lagt á umbúðir undir drykkjarvörur, svo sem áldósir, plastflöskur og glerflöskur undan gosdrykkjum og áfengum drykkjum o.fl. Þetta skilagjald er hægt að fá endurgreitt á endurvinnslustöð en einnig er hægt að gefa þessar umbúðir til styrktar félagasamtökum.

  Garðaúrgangur
  Fara verður með garðaúrgang í gámastöðina. Lífrænn úrgangur úr garðinum á ekki að fara í sorptunnur. Einnig er hægt að koma sér upp safnhaug eða safnkassa í eigin garði og setja garðaúrgang þar. Í safnhaugnum rotnar úrgangurinn og verður að gróðurmold. Stærri hlutir sem falla til í garðinum svo sem afklippur af trjám, grjót og annað gróft efni skal fara með í gámastöðina.

  Spilliefni
  Þessi sorpflokkur hefur sérstöðu þar sem hann inniheldur eiturefni. Dæmi um algeng spilliefni á heimilum eru olía, leysiefni, s.s. þynnir og terpentína, lakk- og málningarafgangar, skordýraeitur, sýrur og basar, kvikasilfur, úðabrúsar, bílarafgeymar, rafhlöður, flúrperur, sparperur og lyfjaafgangar. Þessi efni á að fara með í gámastöðina.

  Nytjahlutir
  Á heimilum fellur oft til ýmiskonar dót sem þörf er á að losa sig við. Má nefna endurnýtanleg og ónýt húsgögn, húsbúnað, ýmis tæki og tól, málma, timbur, pappa, plast, fatnað, skó o.fl. Sumt er svo stórt að ekki kemur til greina að setja í sorptunnur en annað kæmist þangað stærðarinnar vegna, en æskilegt er að fara með það í gámastöðina.

  Til að fyrirbyggja misskilning þá þurfa íbúar ekki að greiða fyrir skil raftækja, þvottavéla, þurrkara, ísskápa, frystikista, rúlluplasts, stórsekkja, poka PP, plastfilma eða plastumbúða á gámastöð

  Gler(glerkrukkur o.fl) - og málmumbúðum( t.d. niðursuðudósir o.fl) er safnað saman í móttökustöð Bolungarvíkurkaupstaðar sem er á gámasvæði við áhaldahús bæjarins,Tjarnarkambi 1.

  Móttökustöðin er opin þrisvar í viku: mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá kl. 15-18:30. Eining er opið á laugardögum yfir sumartímann frá kl. 10-14.

  Hér finnur þú ýmsar flokkunarleiðbeiningar á íslensku, polski og ensku . Með því að smella á myndirnar opnast pdf skrá í nýjum flipa sem hægt er að skoða og prenta út auðveldlega.