• QP-13

Minnismerkið um skipalestina QP-13

Minnismerki um mesta sjóslys og eitt mesta björgunarafrek Íslandssögunnar.

Þann 5. júlí 1942 sigldi skipalestin QP-13 inn í belti tundurdufla sem lagt hafði verið til varnar óvinaskipum norður af Aðalvík á Vestfjörðum.

Þetta var í miðri heimsstyrjöldinni síðari og skipalestin var á leið frá Murmansk í Rússlandi til Hvalfjarðar. Flest kaupskipanna voru tóm en nokkur voru með timburfarm.

  1. H.M.S. Niger (UK)
  2. Heffron (USA)
  3. Hybert (USA)
  4. John Randolph (USA)
  5. Massmar (USA)
  6. Rodina (USSR)

Um 250 manns var bjargað úr sjónum við erfiðar og hættulegar aðstæður. Þar af vann franska korvettan Roselys það einstæða afrek að bjarga um 180 manns og má telja það eitt mesta björgunarafrek Íslandssögunnar.

Minnismerkið QP-13 er við Stigahlíð í Bolungarvík og má sjá slysstaðinn þaðan sem merkið stendur. 

Minnismerkið var vígt við hátíðlega athöfn laugardaginn 5. júlí 2014. Samgöngufélagið stóð fyrir gerð minnismerkisins.