Auglýsing um nýtt aðalskipulag Bolungarvíkur 2020-2032
Bæjarstjórn Bolungarvíkur auglýsir hér með endurskoðað aðalskipulag Bolungarvíkur skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Bolungarvíkurkaupstaðar að Aðalstræti 10-12 og hjá Skipulagsstofnun frá og með 30. desember til 14. febrúar 2022. Tillagan er einnig aðgengileg á vefsíðu Bolungarvíkurkaupstaðar www.bolungarvik.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 14. febrúar 2022. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Bolungarvíkurkaupstaðar að Aðalstræti 10-12, 415 Bolungarvík, eða á netfangið byggingafulltrui@bolungarvik.is.
- Aðalskipulag Bolungarvíkur 2020-2032, tillaga, 21. desember 2021
- Aðalskipulag Bolungarvíkur 2020-2032, skipulagsuppdráttur, tillaga, 21. desember 2021
- Aðalskipulag Bolungarvíkur 2020-2032, viðaukar, tillaga, 21. desember 2021