Gjaldskrá 2021

Gjaldskrá Bolungarvíkurkaupstaðar árið 2021.

Efnisyfirlit 

 

Áhaldahús Bolungarvíkur

Hægt er að óska eftir eftirfarandi þjónustu hjá verkstjóra áhaldahúss eða bæjarskrifstofu í síma 450-7000.

Hægt er að fá leigða fánastöng og fána hjá áhaldahúsi, það er afgreitt á virkum dögum og þarf að biðja um það tveimur dögum fyrir afhendingadag.

 Atriði  Krónur
 Sláttur á garði, að 150 fm  10.000
 Sláttur á garði, 150-300 fm 18.500 
 Sláttur á garði, yfir 300 fm 25.000 
 Leiga á fánastöng pr. dag 1.500 
 Leiga á fána pr. dag 500 

 

Bolungarvíkurhöfn

Gildissvið.
1. grein
Gjaldskrá þessi gildir fyrir Bolungarvíkurhöfn og er sett samkvæmt heimild 17. greinar hafnalaga nr. 61/2003, samanber bráðabirgðaákvæði nr. 1.

Um hafnargjöld.
2. grein
Við ákvörðun hafnargjalda samkvæmt stærð skipa skal miða við brúttótonnatölu skipa samkvæmt alþjóðlegu mælibréfi, sem gefið er út eftir ákvæðum alþjóðasamþykktarinnar um mælingu skipa frá 1969.

3. grein
Af öllum skipum skal greiða gjöld til hafnarsjóðs, ef þau koma inn fyrir takmörk hafnarinnar og njóta þjónustu hennar.

Lestargjöld.
4. grein
Af öllum skipum skal greiða lestargjald sem er 15 kr. á mælieiningu, samkvæmt 2. grein, en af fiskiskipum þó ekki oftar en tvisvar í mánuði. Undanþegin greiðslu lestargjalda eru skip sem leita hafnar vegna sjóskaða eða til að láta í land sjúka menn eða látna, svo fremi sem þau hljóti ekki aðra þjónustu.

Bryggjugjöld.
5. grein
Af öllum skipum sem leggjast við bryggju eða hafnarbakka skal greiða 7,18 kr. á mælieiningu samkvæmt 2. grein fyrir hverja byrjaða 24 tíma sem skipið liggur bundið. Fiskiskip greiða þetta gjald eigi oftar en 26 sinnum í mánuði.

Heimilt er að taka lesta- og bryggjugjald af fiskiskipum og minni bátum sem mánaðargjald, 92 kr. á mælieiningu, en þó aldrei lægra en 10.000 kr. á mánuði. Bátar minni en 20 brúttótonn greiði þó aldrei lægra en 6.740 kr. á mánuði. Skip, samkvæmt 2. málsgrein 4. greinar, eru undanþegin bryggjugjaldi.

Gjald fyrir báta er nýta hafnalegu skemur en 10 daga í mánuði reiknast sem hér segir. Fyrir 1-3 daga 25% af mánaðargjaldi, 4-6 daga 50% og 7-10 daga 75%. Fyrir lengri tíma en 10 daga reiknast fullt mánaðargjald.

Skip, sem ekki eru í rekstri né leggja upp afla hjá Bolungarvíkurhöfn, skulu greiða fullt mánaðargjald. Skip telst ekki í rekstri hafi það legið lengur en einn mánuð í höfn og ekki greitt önnur gjöld til hafnarinnar næstu þrjá mánuði á undan.

Vörugjöld.
6. grein
Vörur skal flokka til vörugjalds eftir því sem vörugjaldskrá tiltekur og gjaldið greiðist eins og hér segir.

1. flokkur 
Gjald 309 kr. fyrir hvert tonn.
Bensín, brennsluolíur, kol, laust korn, salt, vikur, kísilgúr, þörungamjöl, sement, áburður og úrgangur sem fluttur er til endurvinnslu.

2. flokkur
Gjald 593 kr. fyrir hvert tonn.
Lýsi og fiskimjöl.

3. flokkur
Gjald 653 kr. fyrir hvert tonn.
a) Þungavarningur, svo sem sekkjavörur, óunnið járn og stál, veiðarfæri, smurningsolíur, sjávarafurðir, landbúnaðarafurðir, hráefni til iðnaðar og byggingaframkvæmda. Pökkuð og niðursoðin matvæli, óáfengar drykkjarvörur og ávextir. Aðrar vörur sem ekki eru tilgreindar í 1-3. flokk.

4.flokkur
Aflagjald er 1,55%.
Sjávarafli lagður á land eða í skip á hafnarsvæðinu til vinnslu eða brottflutnings, þar með talið fiskur og seiði úr eldiskvíum. Gjaldið reiknast af heildarverðmæti aflans. Gjald af frystum afla frystitogara og eldisfiski reiknast af helmingi heildarverðmætis. Gjald af saltfiski reiknast miðað við tvöfalda þyngd og gjald af gámafiski reiknast af áætluðu heildarverði.

Kaupanda aflans ber að afhenda hafnarstjóra skýrslu um keypta afla mánaðarlega, t.d. afrit af aflaskýrslu til Fiskistofu eða Fiskifélags Íslands. Aflagjaldið fellur í gjalddaga um leið og afla er landað. Kaupandi aflans innheimtir gjaldið hjá seljanda og er ábyrgur fyrir því til hafnasjóðs þótt hann vanræki innheimtu þess. Standa ber skil á greiðslu aflagjalds eigi sjaldnar en mánaðarlega.

Hámarksgjald samkvæmt þessum lið er 6.483 kr. fyrir hvert tonn.
Lágmarksgjald í öllum flokkum er 230 kr. 

Hafnsögugjöld.
7. grein
Hafnsögugjöld skulu greidd samkvæmt útlögðum kostnaði.

Festargjöld.
8. grein
Festargjöld fyrir hverja afgreiðslu er 10.692 kr. miðað við að einn maður sinni þjónustunni. Utan hefðbundins afgreiðslutíma greiðist samkvæmt útkalli.

Sorpgjald.
9. grein
Bátar 0-30 brúttótonn greiða 2.479 kr. á mánuði fyrir allt að 100 kg sorps á mánuði eða 1 rúmmetra (m3) á mánuði.
Bátar 30-50 brúttótonn greiða 3.589 kr. á mánuði fyrir allt að 150 kg sorps á mánuði eða 1,5 rúmmetra (m3) á mánuði.
Bátar og skip 50 brúttótonn og yfir greiða 7.449 kr. á mánuði fyrir allt að 200 kg sorps á mánuði eða 2 rúmmetra (m3) á mánuði.
Farþegabátar greiða samsett sorp- og farþegagjald samkvæmt 14. grein.

Fyrir meiriháttar úrgang og veiðarfæri til förgunar, greiðist samkvæmt gjaldskrá gámastöðvar Bolungarvíkurkaupstaðar.

Úrgangs og förgunargjald.
10. grein
Skipstjóri eða eigandi skips sem óskar eftir að láta á land sorp, farmleifar, olíuleifar eða mengandi efni skal óska eftir aðstoð viðurkennds þjónustuaðila, sem höfnin hefur samþykkt að annist móttöku og förgun á ofangreindum úrgangi frá skipum á hafnarsvæði hafnarinnar.

Skipstjóri, eigandi skips eða þjónustuaðili skal undantekningalaust skila útfylltu eyðublaði til hafnarinnar um magn og tegund þess úrgangs sem skilað er á land.

Skip sem falla utan greinar 11 c. í lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda nr. 33/2004 skulu greiða þjónustuaðila kostnað vegna móttöku og förgunar á úrgangi. Annist höfn móttöku og förgun á almennum úrgangi skal gjald greitt fyrir þjónustuna samkvæmt grein þessari fyrir hvern rúmmetra úrgangs. Annist höfnin móttöku á spilliefnum eða sérstökum úrgangi sem hefur í för með sér kostnaðar umfram förgun á almennu sorpi greiðir viðkomandi aðili þann kostnað sem til fellur.

Vegna skipa sem falla undir grein 11 c. í lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda nr. 33/2004 skulu skip greiða eftirfarandi gjöld óháð því hvort þau skila úrgangi í land eða ekki.

Úrgangsgjald:

  1. 0,75 kr. Úrgangsgjald A á BT.
  2. 6.500 kr. Úrgangsgjald A, lágmark.
  3. 50.000 kr. Úrgangsgjald A, hámark.
  4. 0,35 kr. Úrgangsgjald B á BT.
  5. 4.200 kr. Úrgangsgjald B, lágmark.
  6. 25.000 kr. Úrgangsgjald B, hámark

Förgunargjald:
Óski skipstjóri eða eigandi skips eftir að tekið verði á móti úrgangi frá skipinu skal hann hafa samband við viðurkenndan móttökuaðila samkvæmt. ábendingu hafnarinnar. Skipstjóri og/eða eigandi skips ber ábyrgð á að útfylltu eyðublaði um magn og tegund sorps sé skilað til hafnarinnar, en misbrestur á því getur leitt til tilkynningar til Umhverfisstofnunar. Óski skipstjóri eða eigandi skips ekki eftir því að losa rusl skal greiða neðan greint miðað við stærð skips:

0-20.000 BT - 20.000 kr.
20.001-50.000 BT - 50.000 kr.
50.000+ BT - 75.000 kr.

Rafmagnssala.
11. grein
Verð á raforku er 16,81 kr. á kílóvattstund. Verðið tekur breytingum samkvæmt breytingum á gjaldskrá Orkubús Vestfjarða.

Gjald fyrir afnot af föstum tenglum fyrir báta undir 50 brúttótonnum er 1.686 kr. á mánuði.
Gjald fyrir afnot af 3ja fasa 63A tenglum eða stærri fyrir báta og skip yfir 50 brúttótonnum er 6.742 kr. á mánuði.

Vatnssala.
12. grein
Bátar undir 30 brúttótonnum greiða 1.446 kr. á mánuði.
Gjald fyrir vatn til skipa yfir 30 brúttótonn er 259 kr. á hvert tonn vatns. 
Lágmarks afgreiðslugjald er 2.588 kr.

Vigtargjald.
13. grein
Fiskur og fiskafurðir annað en loðna 152 kr. á tonn.
Loðna 76,00 kr. á tonn.
Lágmarksgjald fyrir vigtun er 870 kr. 
Gjald fyrir vigtun ökutækja er 1.740 kr. 
Útkall vigtarmanns er 5.144 kr. á hverja klukkustund. 
Úrtaksvigtununargjald er 11.005 kr. 
Útkall hefst eftir kl. 17:00 á virkum dögum.

Kranagjald.
14. grein
Fyrir hverja löndun greiðist kranagjald að upphæð 903 kr. 

Farþegagjald.
15. grein
Farþegagjald er greitt fyrir báta í farþegaflutningum yfir sumarmánuðina frá júní til ágúst.
Bátar fyrir 10 farþega eða færri greiða í farþega- og sorpgjald samtals 26.675 kr. á mánuði.
Bátar fyrir 11 til 20 farþega greiða í farþega- og sorpgjald samtals 53.235 kr. á mánuði.
Bátar fyrir fleiri en 20 farþega greiða í farþega- og sorpgjald samtals 79.926 kr. á mánuði. Aðra mánuði greiða farþegabátar sorpgjald samkvæmt 9. grein.

Önnur aðstaða.
16. grein
Grunngjald fyrir aðstöðu fyrir eldsneytisafgreiðslu er 141.365 kr. á ári. Auk þess skal greiða 56.144 kr. á ári fyrir hverja byrjaða 10 metra í viðleguplássi.

Önnur þjónusta.
17. grein
Opnunartími hafnarvogar er frá kl. 8:00 til kl. 17:00 alla virka daga. Á öðrum tíma en hér greinir skal greiða að lágmarki fjögurra tíma útkall, 5.144 kr.  fyrir hverja klukkustund eða að lágmarki 20.574 kr. Heimilt er að deila útkallsgreiðslu á skip komi fleiri en eitt inn til löndunar á sama tíma.

Sé óskað eftir þjónustu hafnar eftir kl. 22:00 á virkum dögum og eftir kl. 18:00 um helgar skal erindi þess efnis hafa borist hafnarstarfsmanni klukkutíma fyrir lokun hafnarinnar. Að öðrum kosti verður þjónustu ekki sinnt fyrr en eftir kl. 08:00 næsta morgun nema ef um neyðartilfelli sé að ræða.

Um innheimtu og greiðslu hafnargjalda.
18. grein
Hafnarstjóri sér um innheimtu allra hafnargjalda. Séu gjöldin ekki greidd á réttum gjalddögum er heimilt að reikna hæstu lögleyfðu dráttarvexti á skuldina.

19. grein
Skipstjóri og eigandi skips bera ábyrgð á greiðslu gjalda þeirra sem greiða ber til hafnarinnar vegna skipsins. Er skipstjóra skylt að afhenda hafnarstjóra þjóðernis- og skrásetningarskírteini skipsins, ef hafnarstjóri krefst þess, og hefur hafnarsjóður haldsrétt yfir skírteinunum uns gjöld eru greidd. Töf og tjón sem af þessu hlýst er einvörðungu á ábyrgð og kostnað greiðanda skipagjaldsins. Að svo miklu leyti sem í gjaldskrá þessari eru ekki ákveðnir fastir gjalddagar á gjöldum skal greiða þau áður en skip fer burt úr höfninni og enginn skipstjóri getur vænst þess að fá afgreiðslu fyrir skip sitt hjá sýslumanni eða tollstjóra, nema hann sanni með vottorði frá hafnarstjóra að hann hafi greitt öll gjöld sín til hafnarinnar.

20. grein
Vörugjöld greiðir móttakandi af vörum sem koma til hafnarinnar og sendandi af vörum sem fluttar er úr höfninni. Ef margir eiga vörur sem fluttar eru með sama skipi skal afgreiðslumaður skipsins standa hafnarsjóði skil á greiðslum. Ef skip hefur ekki farm sinn skráðan ber skipstjóri ábyrgð á greiðslu vörugjaldsins. Ef vörur eru fluttar úr einu skipi í annað greiðir sá vörugjaldið sem affermir. Vörugjald af vörum sem koma til hafnarinnar fellur í gjalddaga þegar skipið sem vörurnar flytur er komið í höfnina og vörugjald af vörum sem fluttar eru úr höfninni fellur í gjalddaga þegar vörurnar eru komnar í skip. Skipstjóra og afgreiðslumanni skips er óheimilt að afhenda vörurnar fyrr en gjaldið er greitt. Hafnarsjóður hefur haldsrétt í skráningar- og þjóðernisskírteinum skips til tryggingar gjaldinu. Aflagjald og vörugjald af útflutningi skal auk þess tryggt með veði í útflutningsbirgðum þess aðila er greiða skal gjöldin.

21. grein
Á öll gjöld samkvæmt þessari gjaldskrá er lagður virðisaukaskattur samanber 3. tölulið 3. greinar laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt að undanskildum farþegagjöldum samkvæmt 14. grein.

22. grein
Öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari má taka fjárnámi. Skipagjöldin eru tryggð með lögveði í skipinu og gengur það veð í tvö ár fyrir samningsveðskuldum samanber ákvæði 21. grein hafnalaga nr. 61/2003.

23. gr.
Gjaldskrá þessi fyrir Bolungarvíkurhöfn er samþykkt af bæjarstjórn Bolungarvíkur 22. desember 2020 skv. hafnalögum nr. 61/2003 og 37. grein reglugerðar um hafnamál nr. 326/2004 til þess að öðlast gildi frá og með 1. janúar 2021.

 

Bókasafn Bolungarvíkur

 Atriði Krónur 
 Nýtt skírteini, Bolvíkingar 0
 Glatað skírteini, Bolvíkingar  1.000
 Nýtt skírteini, aðrir 2.000
 Mynddiskar (DVD) nýir 400
 Mynddiskar (DVD) eldri 200
 Ljósrit A4 40
 Millisafnalán, annað en Ísafjörður 500
 Vanskil, bók pr. dag 10
 Vanskil, hámarkssekt  600
 Glötuð bók - nýjar innbundnar 4.000
 Glötuð bók - kilja  2.000
 Glötuð bók - barnabækur 2.000
 Glötuð bók - gamlar bækur 1.500

 

Daggæsla

Reglur um niðurgreiðslur vegna daggæslu barna utan leikskóla.

1. grein
Réttur til niðurgreiðslu
Foreldrar allra barna sem dvelja hjá dagforeldrum og eiga lögheimili í Bolungarvík eiga rétt á niðurgreiðslu dvalargjalds frá hámarksrétti fæðingarorlofs þar til leikskólapláss býðst. Hámarksréttur fæðingarorlofs er 12 mánuðir fyrir hjón og sambúðarfólk. Sjálfstæður réttur hvors foreldris er 6 mánuðir en heimilt er að framselja allt að 1,5 mánuði milli foreldra. Þannig getur annað foreldrið tekið allt að 7,5 mánuði af 12 mánaða réttinum og hitt foreldrið 4,5 mánuði henti það aðstæðum foreldra. Hámarksréttur fæðingarorlofs fyrir einstætt foreldri er 7,5 mánuðir.

2. grein
Upphæð niðurgreiðslu og grunngjald
Daggæslugjöld eru greidd niður í allt að 11 mánuði hvert ár.
Gjaldið sem kemur til greiðslu eftir að niðurgreiðslur til dagmæðra hafa verið dregnar frá er skilgreint sem grunngjald. 

Um tvo niðurgreiðsluflokka er að ræða:

Flokkur A hjón og sambúðarfólk
7.259 kr. yfir mánuðinn á hverja gæslustund á dag eða að hámarki 58.072 kr. á mánuði miðað við 8 stunda vistun hvern virkan dag mánaðarins.

Flokkur B einstæðir foreldrar
8.713 kr. yfir mánuðinn á hverja gæslustund á dag eða að hámarki 69.696 kr. á mánuði miðað við 8 stunda vistun hvern virkan dag mánaðarins.

Daggæslugjöld er greidd niður fyrir allt að 8 klukkustunda vistun hvern virkan dag
Niðurgreiðslan er hlutfallsleg fyrir færri en 8 klst. vistun pr. dag. Eingöngu er hægt að fá niðurgreiðslu vegna vistunar á dagvinnutíma virka daga vikunnar.

3. grein
Skilyrði fyrir niðurgreiðslum

  1. Að dagforeldri hafi leyfi yfirvalda til daggæslu í því húsnæði sem um ræðir.
  2. Að foreldrar hafi ekki hafnað leikskólaplássi vegna viðkomandi barns.

4. grein
Systkinaafsláttur
Systkinaafsláttur er 35% fyrir annað barn en gjaldfrjálst er fyrir þriðja barn. Afslátturinn er samtengdur milli daggæslu hjá viðurkenndum dagmæðrum, leikskóla og heilsdagsskóla. Afslátturinn reiknast þannig að yngsta barn greiðir fullt grunngjald, 35% afsláttur af grunngjaldi er fyrir annað barn og ekkert grunngjald greiðist fyrir þriðja barn.
Sytkinaafsláttur er samtengdur milli daggæslu, leikskóla- og /eða skóladagvistunar.

5. grein
Útborgun afsláttar
Framvísa þarf kvittun frá viðkomandi dagforeldri, staðfest af foreldri á skrifstofu Bolungarvíkurkaupstaðar, innan mánaðar frá því að greiðsla fer fram, til að fá endurgreitt.

Einnig geta dagmæður samið um að taka einungis við nettógreiðslu frá foreldrum og sjá þá sjálfar um að innheimta niðurgreiðslurnar frá sveitarfélaginu.

 

Fasteignagjöld

Fasteignaskattur

 Skattflokkur  Hlutfall eða krónur
A, íbúðarhúsnæði  0,625% af fasteignamati húss og lóðar
B, opinbert húsnæði í eigu ríkisins 1,320% af fasteignamati húss og lóðar
C, aðrar fasteignir 1,650% af fasteignamati húss og lóðar

Heimildir til lækkunar fasteignaskatta

Notuð er heimild til lækkunar fasteignaskatta hjá tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum af íbúð til eigin nota. Lækkun fasteignaskattsins er tekjutengd miðað við heildartekjur 2019 og álagningu skattstjóra 2020, samkvæmt eftirfarandi tekjumörkum:

  • Einstaklingur með tekjur allt að kr. 3.460.000, 100% lækkun fasteignaskatts.
  • Einstaklingur með tekjur allt að kr. 4.500.000, 50% lækkun fasteignaskatts.
  • Hjón með tekjur allt að kr. 5.665.000, 100% lækkun fasteignaskatts.
  • Hjón með tekjur allt að kr. 8.210.000, 50% lækkun fasteignaskatts.

Þeir sem telja sig eiga rétt á lækkun fasteignaskatts eru vinsamlegast beðnir að snúa sér til bæjarskrifstofunnar, og leggja fram afrit af síðustu skattaskýrslu.

Vatnsgjald, holræsagjald og lóðarleiga

 Atriði Hlutfall 
 Vatnsgjald  0,300% af fasteignamati húss og lóðar
 Holræsagjald  0,275% af fasteignamati húss og lóðar
 Lóðarleiga – íbúðarhúsalóð  1,400% af fasteignamati húss og lóðar
 Lóðarleiga – allar aðrar lóðir  2,500% af fasteignamati lóðar

Sorphreinsi- og sorpeyðingargjöld

 Atriði Krónur 
 Sorphreinsigjald 29.900 
 Sorpeyðingargjald 23.500 
 Sorpgjöld samtals 53.400 

Sorpgjöld á fyrirtæki og lögaðila eru samkvæmt sérstakri gjaldskrá sem tekur mið af sorpmagni.

Gjalddagar fasteignagjalda

Fyrir ofangreind gjöld sem eru samtals yfir 45.000 kr. eru gjalddagarnir tíu talsins:

1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júlí, 1. ágúst, 1. september, 1. október og 1. nóvember.

Fyrir gjöld sem eru samtals undir kr. 45.000 kr. er einn gjalddagi sem er 1. mars.

 

Félagsheimili Bolungarvíkur

Innifalinn er aðgangur að hljóð- mynd- og ljósakerfum, aðgangur að útisvæði fylgir leigu.

Húsaleiga á dag

 Atriði  Krónur
 Almennt gjald 10.000
 Eftirlitsgjald 5.000

Af opnum tónlistarviðburðum greiðast stef-gjöld samkvæmt gjaldskrá STEFs.

Leiguskilmálar 
Innifalið í leigugjaldi er eftirlitsgjald, en eftirlitsaðili á vegum sveitarfélagsins fer yfir húsið að leigutíma loknum og gengur úr skugga um að húsið sé í sama ástandi og við upphaf leigutíma.

Leigjandi fær félagsheimilið afhent tilbúið til notkunar og ber að skila því í sama ástandi að leigu lokinni.

 

Félagsleg heimaþjónusta

Gjaldskrá þessi er sett á grundvelli 29. gr. og 30. gr. laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga, 24. gr. og 25. gr. laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðra og 24. gr. laga nr. 125/1999 um málefni aldraðra, með síðari breytingum.

1. grein
Greiðslur
Viðskiptavinur greiðir 827 kr. fyrir hverja þjónustustund. Greitt skal fyrir allt að 10 klukkustunda þjónustu á hvert heimili á viku.

2. grein
Undanþága frá greiðslu fyrir þjónustu
Hægt er að sækja um undanþágu frá greiðslu til félagsmálastjóra.

Undanþegnir gjaldskyldu eru þeir notendur sem búa einir og hafa tekjur sem eru undir 302.775 kr.  á mánuði. Tekjuviðmið fyrir hjón eða þá sem eru tveir í heimili skal vera 495.553 kr. 

Ákvörðun um niðurfellingu skal tekin af félagsmálastjóra enda liggi upplýsingar um tekjur fyrir.

3. grein
Aðrar undanþágur
Allar ákvarðanir um undantekningar, sem stangast á við reglur, skulu teknar af velferðaráði.

 

Gatnagerðargjöld og framkvæmdaleyfi

Byggingarleyfisgjöld

Atriði   Eining  Gjald
 Lágmarksgjald, byggingar allt að 60 m²  Krónur 36.302 
 Lágmarksgjald, byggingar stærri en 60 m²  Krónur 72.779 
 Nýbyggingar  Krónur á fermetra 415 
 Sumarbústaðir  Krónur á fermetra 1.483 
 Lóðargjald  Krónur  31.625
 Stöðuleyfi hjólhýsa  Krónur á hjólhýsi 18.681 
 Stöðuleyfi gáma á gámasvæði, 20 feta gámur  Krónur á gám 14.469 
 Stöðuleyfi gáma á gámasvæði, 40 feta gámur  Krónur á gám 21.703 
 Stöðuleyfi gáma, 20 feta gámur  Krónur á gám 34.450 
 Stöðuleyfi gáma, 40 feta gámur  Krónur á gám 51.680 
 Geymslusvæði, 49 m² leigupláss  Krónur á ári 21.703 
 Geymslusvæði, 49 m² leigupláss  Krónur fyrir 2 mánuði 3.616 

Vottorð

Atriði  Krónur
 Byggingarstig húsa 27.280 
 Afgreiðsla eignaskiptayfirlýsinga 17.772 
Afgreiðsla skráningartöflu 29.078 

Þjónustugjöld

Atriði   Krónur
 Afgreiðslugjald byggingarfulltrúa 11.596 
 Yfirferð aðaluppdrátta 28.143 
 Tímagjald byggingarfulltrúa  13.640
 Úttekt vegna meistaraskipta 27.280 
 Úttekt vegna byggingastjóraskipta 27.280 
 Útsetning hús 27.280 
 Breyting eða gerð nýs lóðarleigusamnings 27.280 
 Breyting eða gerð nýs lóðarblaðs 27.280 
 Endurnýjun byggingarleyfis 11.596 
 Leyfi til niðurrifs mannvirkja 26.882 

Framkvæmdaleyfi og gjöld skipulagsvinnu

Atriði   Krónur
 *Aðalskipulagsuppdráttur breyting sbr. 36.gr.  329.785
 *Umsýsla og auglýsingar sbr. 1.mgr. 36 gr. 48.143 
 *Umsýsla og auglýsingar sbr. 2.mgr. 36 gr. 24.820 
 *Deiliskipulag sbr. 2.mgr. 38. gr. 329.785 
 *Umsýsla og auglýsingar sbr. 2.mgr. 38 gr. 24.820 
 *Deiliskipulagsuppdráttur breyting sbr. 1. mgr. 43. gr. 214.360 
 *Umsýsla og auglýsingar sbr. 1.mgr. 43 gr.  48.143
 *Deiliskipulagsuppdráttur óveruleg breyting sbr. 2.mgr. 43. gr. 136.855 
 *Umsýsla og auglýsingar sbr. 2.mgr. 43 gr. 48.143 
 Grenndarkynning  49.925
 Framkvæmdarleyfi 49.925 
 **Framkvæmdarleyfi skv. viðauka. I og II um mat á umhverfisáhrifum  152.633

*Skipulagslög 123/2010
**Lög um mat á umhverfisáhrifum 106/2000

Gatnagerðargjöld

Atriði   Hlutfall  Eining Gjald
 Einbýlishús 9,00%   Krónur á fermetra  22.202
 Rað- og sambýlishús, mest 4 íbúðir  4,50%  Krónur á fermetra 11.101 
 Verslunar- og skrifstofuhúsnæði  5,50%  Krónur á fermetra 13.567 
 Iðnaðar- og annað atvinnuhúsnæði  3,50%  Krónur á fermetra 8.634 
 Bifreiðageymslur, áður byggð hverfi  5,50%  Krónur á fermetra  13.567
 Skólamannvirki  6,00%  Krónur á fermetra 14.802 
 Sólskálar  4,50%  Krónur á fermetra 11.101 

Viðmiðun gatnagerðargjalds
Upphæð gatnagerðargjalds skal miðað við byggingarkostnað „vísitölufjölbýlishúss" og er sá kostnaður kr. 231.903 á fermetra miðað við vísitölu í nóvember 2020.

Grunntaxti gjaldskrár
Grunntaxti gjaldskrár miðast við vísitölu byggingarkostnaðar í nóvember 2020, 148,4 stig. Byggingaleyfisgjöld og vottorð eru föst gjöld, ákveðin einu sinni á ári en gatnagerðargjöld taka breytingu samkvæmt byggingavísitölu.

Framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda sem ekki eru háðar byggingaleyfi samkvæmt III. kafla laga nr. 160/2010.

Fjárhæð og grundvöllur framkvæmdaleyfisgjalds
Fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis ákveður sveitarstjórn gjald eftir umfangi framkvæmdar.
Lágmarksgjald skal þó vera kr. 81.314,-. Gjald þetta skal bundið vísitölu byggingarkostnaðar miðað við grunnvísitölu 149,2 stig, fyrir desember 2020.

Fjárhæð gjalds skal ekki vera hærri en sem nemur kostnaði þeim er sveitarfélagið verður fyrir vegna útgáfu, undirbúningi leyfisins, yfirferð hönnunargagna og eftirlits. Þegar úrskurður um mat á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000 er nauðsynlegur undanfari útgáfu framkvæmdaleyfis telst kostnaður sem Bolungarvíkurkaupstaður verður fyrir vegna þess hluti af kostnaði við undirbúning leyfisins.

Gjalddagi
Framkvæmdaleyfisgjald skal greiða við útgáfu leyfis. Heimilt er þó að semja við framkvæmdaleyfishafa um fyrirkomulag greiðslna. Í því tilviki skal liggja fyrir skriflegur samningur Bolungarvíkurkaupstaðar og framkvæmdaleyfishafa við útgáfu framkvæmdaleyfis.

Stöðuleyfi fyrir vinnubúðir samkvæmt kafla 4.11 og stöðuleyfi samkvæmt kafla 2.6 í byggingarreglugerð nr. 112/2012
Fyrir útgáfu stöðuleyfis vinnubúða á grundvelli kafla 4.11 byggingarreglugerðar skal greiða grunngjald kr. 50.973,-. Að auki greiðist gjald vegna yfirferðar gagna, undirbúnings og eftirlits byggingarfulltrúa sem hér segir:

Vinnubúðir á deiliskiplagi: kr. 97.635,- til kr. 997.635,- eftir umfangi. Við ákvörðun gjalds skal taka mið af fjölda bygginga, staðsetningu vinnubúða og hversu lengi þær eiga að standa. Gjald skal þó aldrei nema hærri fjárhæð en sem nemur kostnaði er leiðir af útgáfu leyfisins.

Deiliskipulagðar vinnubúðir: kr. 211.547,- til kr. 2.110.547,- eftir umfangi.

Heimilt er að krefja sérstaks gjalds fyrir hverja yfirferð byggingarfulltrúa vegna nýrra eða breyttra gagna eftir útgáfu stöðuleyfis. Skal það gjald vera á bilinu kr. 16.274,- til kr. 48.813,- eftir umfangi verks.

Önnur tímabundin stöðuleyfi
Fyrir útgáfu stöðuleyfa samkvæmt kafla 2.6 í byggingarreglugerð skal greiða grunngjald kr. 16.274,-. Að auki greiðist gjald vegna yfirferðar gagna, undirbúnings og eftirlits byggingarfulltrúa.

Gjalddagar
Gjöld vegna stöðuleyfis skulu greidd við útgáfu leyfis. Heimilt er þó að semja við leyfishafa um annan gjalddaga, í því tilviki skal liggja fyrir skriflegur samningur Bolungarvíkurkaupstaðar og leyfishafa við útgáfu.

Innheimta gjalda
Leyfisgjöldum fylgja lögveð í viðkomandi fasteign eða lóð þar sem við getur átt og má innheimta gjaldfallin gjöld með fjárnámi án undangengins dóms eða réttarsáttar.
Leyfisgjöld eru ekki endurkræf þó leyfi falli úr gildi.

Gjaldtökuheimild
Um gjaldtöku samkvæmt gjaldskrá þessari fer samkvæmt 50. og 51. gr. laga nr. 160/2010, skipulagsreglugerð nr. 400/1998 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

 

Gámastöð

Gjaldskrá fyrir móttöku og förgun úrgangs á gámastöð.

Flokkun
Allur úrgangur sem komið er með í gámastöð skal vera flokkaður og ber að koma honum í viðeigandi ílát á staðnum.

Frítt fyrir heimili með neðangreindum takmörkunum
Heimilum er frjálst að losa sig við almennan heimilisúrgang á gámavelli, allt að 8 rúmmetrum (m3) á ári, án gjaldtöku. Fyrir umframmagn greiðist samkvæmt gjaldskrá hér að neðan.

Fyrirtæki
Fyrirtæki greiða alltaf fyrir úrgang á gámastöð samkvæmt neðangreindri gjaldskrá.  

Atriði Kr./m3 Kr./kg
 Pressanlegur úrgangur, móttekinn samkvæmt rúmtaksmælingu  6.330  
 Pressanlegur úrgangur, móttekinn samkvæmt vigtarnótu af hafnarvog   50
 Málmar   17
 Ópressanlegur úrgangur (dæmi: húsgögn)  3.166 50
 Blandað timbur til urðunar, óhæft til kurlunar  3.166 50
 Timbur, hæft í kurlun og landmótun  1.582 17
 Pappír frá fyrirtækjum (frítt frá heimilum)   17
 Jarðvegur, múrbrot og gler  1.582 2
 Garðaúrgangur  0  0
 Bylgjupappi  0  0
 Rúlluplast, stórsekkir, pokar PP, plastfilma, plastumbúðir  0 0
 Raftæki, þvottavélar, þurrkarar, ísskápar, frystikistur ofl.  0 0
 Hjólbarðar  0 0
 Rafhlöður og spilliefni sem falla undir skilgreiningu Úrvinnslusjóðs  0 0

Lágmarksgjald er gjald fyrir 1/2 rúmmetra (m3). 

Farartæki, vegna losunar eldsneytis, smurolíu og kælivökva, gjald á bifreið er 11.613 kr. 

 

Grunnskóli Bolungarvíkur

Heilsdagsvistun

 Atriði Krónur 
 Tímagjald gæslu 334
 Síðdegishressing, hvert skipti 38

Afsláttur fyrir einstæða foreldra og námsmenn
Einstæðir foreldrar og námsmenn, ef báðir foreldrar eru í viðurkenndu námi fái 35% afslátt af tímagjaldi. Afslátturinn nær til fyrsta barns.

Systkinaafsláttur
Systkinaafsláttur er 35% fyrir annað barn og gjaldfrjálst fyrir þriðja barn. Afslátturinn er samtengdur milli daggæslu í heimahúsi, leikskóla og heilsdagsskóla. Þannig að yngsta barn greiði fullt grunngjald, 35% afsláttur af grunngjaldi fyrir annað barn og ekkert grunngjald fyrir þriðja barn.

Uppsögn dagvistar í heilsdagsskóla
Segja þarf upp vistun með mánaðafyrirvara.

Mötuneyti

 Atriði Krónur
 Hádegismatur á dag fyrir 1-10 bekk  155
 Starfsmenn með aðgang á dag  713

Heilsuskóli
Gjald fyrir heilsuskóla er 10.000 kr. á önn frá og með skólaárinu 2021 til 2022. 

Búnaður og þjónusta

Atriði  Krónur
Skólastofa, stór, gisting ein nótt  20.000
Skólastofa , lítil, gisting ein nótt  13.800
Aðgangur að eldhúsi og matsal einn sólahring  8.540
Skólastofa til fundarhalda  6.400
Myndvarpar, stykkið hver sólahringur  3.200
Skjávarpi, stykkið hver sólahringur  6.420
Stóll og nemendaborð úr grunnskóla, allt að sólahringur á stykkið  260
Ljósrit, A4, eitt eintak  40
Ljósrit,  A3, eitt eintak  50

 

Hundahald

1. grein
Leyfi til hundahalds
Sækja þarf um leyfi fyrir alla hunda – einnig hunda sem af einhverjum ástæðum eru undanþegnir leyfisgjaldi. 

2. grein
Um leyfisgjöld
Bolungarvíkurkaupstaður innheimtir gjöld vegna hundahalds samkvæmt gjaldskrá þessari, sem er ætlað að standa undir kostnaði við framkvæmd heilbrigðissamþykktar um hundahald og fer með innheimtu þeirra. Áskilinn er réttur til endurskoðunar á gjaldskrá samkvæmt breytingu á neysluvísitölu.

3. grein
Skráningargjald
Við leyfisveitingu skal innheimta gjald sem hér segir:
Fyrsta leyfisveiting er 14.863 kr. 
Leyfisveiting eftir útrunninn frest er 22.038 kr. 
Bráðabirgðaleyfi, skammtímaskráning, er 5.228 kr. 

4. grein
Eftirlitsgjald
Af leyfðum hundum skal innheimta árlegt eftirlitsgjald sem hér segir:
Einn hundur 12.669 kr. 

5. grein
Hundahreinsun og tryggingar
Greiðslur vegna hundahreinsunar og trygginga eru innifaldar í leyfisgjaldi.

6. grein
Handsömunargjald
Við afhendingu handsamaðs hunds skal innheimta handsömunargjald sem hér segir:
Fyrsta afhending hunds 16.892 kr. 
Önnur afhending hunds 33.784 kr. 
Þriðja afhending hunds 50.676 kr. 
Fyrsta afhending hunds án leyfis 33.784 kr. 
Óheimilt er að afhenda hunda án leyfis nema gengið verði frá leyfisveitingu við afhendingu. Að auki skal greiða þann kostnað sem leggst á vegna fæðis, geymslu, auglýsinga og ferðakostnaðar handsamaðs hunds.

7. grein
Gjalddagar
Gjalddagi samkvæmt 5. grein er 15. febrúar og eindagi 15. mars ár hvert. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga séu gjöldin ekki greidd á eindaga.

8. grein
Undanþágur frá leyfisgjaldi

  1. Undanþága vegna minkahunda og smalahunda á lögbýlum.
  2. Undanþága vegna hjálparhunda fyrir fatlaða einstaklinga (t.d. fyrir daufblinda einstaklinga).
  3. Undanþága vegna leitarhunda – samkvæmt eftirfarandi skilgreiningu.
  4. Leitarhundur er undanþeginn leyfisgjaldi ef viðkomandi hundur hafur að minnsta kosti B viðurkenningu sem útgefin er af viðurkenndum leiðbeinanda. Ljósrit af slíkri viðurkenningu skal afhent við umsókn um niðurfellingu leyfisgjalda. Heimilt er að ógilda niðurfellingu leyfisgjalda sé viðkomandi hundur ekki lengur á skrá sem leitarhundur samkvæmt skilgreiningu þessari.

 

Íþróttamiðstöðin Árbær

Sundlaug

Atriði   Krónur
Börn 6 ára og yngri 0
Börn 7 til 16 ára, einstakir miðar 295
Börn 7 til 16 ára, 10 miðar 2.450
Börn 7 til 16 ára, árskort 3.100
*Fullorðnir, einstakir miðar 1.000
Fullorðnir, 10 miðar 7.100
Fullorðnir, 30 miðar 19.900
Fullorðnir, 6 mánaða kort 11.900
Fullorðnir, árskort  18.800
Ellilífeyrisþegar, árskort 3.500
Öryrkjar, árskort 3.500
 Sauna og sund 1.200 
 Sauna og sund, 10 miðar 10.500 

Árskort í sund gilda einnig í sundlaugar Ísafjarðarbæjar samkvæmt gagnkvæmum samningi.

Leiga á handklæðum og sundfötum

Atriði  Krónur
Leiga á handklæðum / sloppum 750
Leiga á sundfötum  750

Íþróttasalur

Atriði  Krónur
Badmintonvöllur og sund 3.200
Íþróttasalur og sund 9.100
Þreksalur og sund, 1 skipti  1.200
Þreksalur og sund, 14 skipti  12.600
Íþróttasalur, barnaafmæli 5.000

Ef pantað er og greitt fyrir þrjá mánuði eða meira í íþróttasal er veittur 25% afsláttur.

Gullkort
Gullkort veita aðgang að sundlaug, sauna og þreksal.

Atriði  Krónur
Gullkort, mánaðarkort 13.500
Gullkort, 3 mánaðakort  28.500
Gullkort, 6 mánaðakort  44.700
Gullkort, 9 mánaðakort  55.500
*Heilsubæjarkort, árskort 50.900

Greiðsludreifing er í boði vegna viðskipta sem nema hærri upphæð en 25.000 kr. Greiðsludreifing er allt að fimm mánuðir.

*Ellilífeyrisþegar og öryrkjar fá 50% afslátt af stjörnumerktum liðum.

Árskort í sund og Heilsubæjarkort gilda sem afsláttarkort til kaupa á árskortum á skíðasvæði Ísafjarðarbæjar.

 

Leikskólinn Glaðheimar

Gjaldskráin er miðuð við að 21,6 virkir dagar séu að meðaltali í mánuði. 

Leikskólagjöld í töflu

Klukku-stundir Grunn-gjald Morgun-hressing Hádegis-matur  Síðdegis-hressing  Samtals 
 4  14.296 626        14.922
 5  17.869 626  2.579    21.074
 6  21.443 626  2.579    24.648
 7  25.017 626  2.579  626 28.848
 8  28.591 626  2.579  626 32.422
 9  32.166 626  2.579  626 35.997
30 mínútna aukagjald  1.788            


Afslættir

Einstæðir foreldrar, námsfólk, ef báðir foreldrar eru í viðurkenndu námi og starfsmenn við leikskólann í fullu starfi fá 35% afslátt af grunngjaldi. Afslátturinn nær til dvalargjalds fyrsta barns.

Systkinaafsláttur er 35% fyrir annað barn en gjaldfrjálst er fyrir þriðja barn. Afslátturinn er samtengdur milli daggæslu hjá viðurkenndum dagmæðrum, leikskóla og heilsdagsskóla. Afslátturinn reiknast þannig að yngsta barn greiðir fullt grunngjald, 35% afsláttur af grunngjaldi er fyrir annað barn og ekkert grunngjald greiðist fyrir þriðja barn.

Fjarvera
Ef barn er fjarverandi vegna veikinda 4 vikur samfellt eða lengur er heimilt að endurgreiða helming af dvalargjaldi gegn framvísan læknisvottorðs.

Fjarvera fatlaðra og/eða langveikra barna er metin sérstakalega í hverju tilviki fyrir sig af fræðslumálaráði að undangenginni skriflegri beiðni foreldra.

Takmarkanir

  • Ekki er hægt að kaupa færri en 4 stundir.
  • Hægt er að kaupa 15 mínútur sitt hvoru megin við grunntíma og greiða 30 mínútna aukagjald.

Fyrirvari um breytingar á gjaldskrá.
Áskilinn er réttur til endurskoðunar gjaldskrár með tilliti til breytinga á vísitölu launa og/eða neysluverðs.

 

Sjóminjasafnið Ósvör

Ósvör Maritime Museum

 Atriði / Item Krónur 
 Fullorðnir / 16 years and older 1.200 
 67 ára og eldri / 67 years and older 1.000 
 Hópar á eigin vegum / groups 950 

 

Slökkvilið Bolungarvíkur

I. Kafli

1. grein
Verkefni Slökkviliðs Bolungarvíkurkaupstaðar ákvarðast af lögum um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum og reglugerðum settum samkvæmt þeim.

2. grein
Slökkvilið Bolungarvíkurkaupstaðar innheimtir ferða- og uppihaldskostnað í samræmi við reglur ferðakostnaðarnefndar ríkisins.

3. grein 
Heimilt er að fella niður gjald vegna starfsemi ef verkefni telst þjóna almannahagsmunum. Slíka heimild skal leggja fyrir bæjarráð.

II. KAFLI

Lögbundin verkefni.

4. grein
Sé ákvæðum 2. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum beitt skal eigandi eða umráðamaður mannvirkis eða lóðar bera kostnað samkvæmt gjaldskrá af eftirliti með því að farið hafi verið að kröfum um úrbætur samkvæmt 3. mgr. 29. gr. sömu laga. Einnig er heimilt að taka gjald fyrir öryggis- og lokaúttektir samkvæmt 2. mgr. 12. gr. sömu laga. Fast tímagjald fyrir hverja byrjaða klukkustund útseldrar vinnu hvers starfsmanns er 12.779 kr.

5. grein
Öryggisvaktir á mannvirki.
Innheimt skal fyrir alla vinnu og akstur sem fellur til vegna öryggisvakta eftir að eiganda eða forráðamanni hefur verið tilkynnt ákvörðun slökkviliðsstjóra um að öryggisvakt skuli sett á viðkomandi húseign. Á það jafnframt við um tilfallandi vaktir vegna tímabundinna viðburða þar sem fullum eldvörnum verður ekki við komið eða á meðan unnið er að úrbótum á þeim. Innheimt er að lágmarki 51.114 kr. fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu, auk 12.779 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr. og 30. gr. laga um brunavarnir.

6. grein 
Lokun mannvirkis.
Innheimt skal fyrir alla vinnu og akstur sem fellur til vegna lokunar mannvirkis eftir að eiganda eða forráðamanni hefur verið tilkynnt ákvörðun slökkviliðsstjóra um að loka skuli viðkomandi mannvirki. Innheimt er 12.779 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. Þegar um útkall er að ræða utan tilskilins daglegs vinnutíma starfsmanns eru innheimtar 51.114 kr., auk 12.779 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr. og 32. gr. laga um brunavarnir. 

7. grein
Dagsektir.
Innheimt skal fyrir alla vinnu og akstur sem fellur til frá og með ákvörðun slökkviliðsstjóra um dagsektir og þar til kröfum um úrbætur á eldvörnum hefur verið fullnægt. Innheimt er 12.779 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir.

8. grein
Öryggis- og lokaúttektir.
Innheimt er fyrir alla vinnu sem fellur til vegna öryggis- og lokaúttektar, að lágmarki 25.557 kr. Fyrir stærri úttektir skulu að auki innheimtar 12.779 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram tvo tíma fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 12. gr. laga um brunavarnir. 

9. grein 
Eftirlit og eftirfylgni kröfugerðar.
Fyrir eftirlit og eftirfylgni kröfugerðar skal tekið fast gjald, 12.779 kr., fyrir hverja byrjaða klukkustund. Þegar um útkall er að ræða utan tilskilins daglegs vinnutíma starfsmanns eru innheimtar 51.114 kr., auk 12.779 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir.

10. grein
Eftirfylgni útkalla vegna brunaviðvörunarkerfa.
Sé slökkvilið kallað út vegna boða frá sjálfvirku brunaviðvörunarkerfi án þess að eldur sé laus skal innheimt fyrir kostnaði af eftirliti með því að gerðar séu nauðsynlegar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir endurtekin falsboð. Innheimt er fast gjald fyrir eina klukkustund, 12.779 kr., fyrir eftirlitið. Leiði það hins vegar til frekara eftirlits, vegna ítrekaðra falsboðana eða alvarlegra ágalla á brunavörnum, fellur það undir eftirlit og eftirfylgni kröfugerðar sbr. 9. gr. þessarar gjaldskrár og er þá innheimt samkvæmt því. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir.

III. KAFLI

Önnur verkefni og þjónusta.

11. grein
Slökkviliðið sinnir öðrum verkefnum sem eru ekki skilgreind sem verkefni liðsins samkvæmt lögum. Þessi verkefni verða þó að falla að tilgangi slökkviliðsins sem er að vinna að velferð íbúa, séu þau ekki falin öðrum til úrlausnar í lögum né framkvæmd í samkeppni við aðra aðila. Því ber að taka gjald fyrir veitta þjónustu. Fast tímagjald samkvæmt 4. gr. fyrir hverja byrjaða klukkustund útseldrar vinnu hvers starfsmanns er 12.779 kr. fyrir lögbundin verkefni. Að teknu tilliti til samkeppnissjónarmiða, þjálfunar, virkjunartíma og þess að þjónustan er aðgengileg allan sólarhringinn, allt árið, er fast tímagjald fyrir hverja byrjaða klukkustund útseldrar vinnu hvers starfsmanns innheimt með 35% álagi. Fast tímagjald fyrir vinnu sem ekki er skilgreind sem verkefni liðsins samkvæmt lögum er því 17.249 kr. nema annað sé sérstaklega tekið fram. Þar sem um sérstakan viðbúnað er að ræða, sbr. 12.-14. gr., er að lágmarki innheimt fyrir fjóra starfsmenn í tvær klukkustundir, eða 138.010 kr.

12. grein 
Viðbúnaður vegna eldsvoða og mengunaróhappa.
Í 2. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum kemur fram að lögin gilda um eldvarnir og slökkvistörf vegna eldsvoða og viðbúnað við mengunaróhöppum á landi nema kveðið sé á um annað í lögum þessum. Lögin gilda enn fremur um björgun á fastklemmdu fólki úr mannvirkjum og farartækjum með sérhæfðum björgunarbúnaði. Slökkvistörf og viðbúnaður við mengunaróhöppum á sjó og í lofti falla ekki undir lögin. Lögin ná því til starfsemi slökkviliða á landi, þ.m.t. slökkvistörf í jarðgöngum, í skipum sem liggja í höfn og loftförum sem eru á jörðu niðri. Lögin taka ekki til eldvarna í skipum með haffærisskírteini, loftförum, almennum vinnuvélum, bifreiðum eða öðrum vélknúnum ökutækjum. Er það mat slökkviliðsstjóra hverju sinni hvenær sinna skal beiðnum um verkefni fyrir utan gildissvið laganna. Ef óskað er eftir því að slökkviliðið sinni verkefni sem fellur utan gildissviðs laganna skal lágmarksgjaldtaka vera fyrir fjóra starfsmenn í tvær klukkustundir ef ekki liggja fyrir samningar um annað. Innheimta skal því að lágmarki 138.010 kr., auk 17.249 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram tvær fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu.

13. grein 
Viðbúnaður vegna upphreinsunar.
Upphreinsun sem fellur ekki undir skilgreiningu 3. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 á mengunaróhappi er sinnt af slökkviliði þótt ekki sé mælt fyrir um það í lögum um brunavarnir, meðan ekki eru aðrir þar til hæfir aðilar tiltækir til að sinna verkefninu. Er það mat slökkviliðsstjóra hverju sinni hvenær sinna skuli beiðnum um verkefni fyrir utan gildissvið laganna. Ef óskað er eftir því að slökkviliðið sinni verkefni sem fellur utan gildissviðs laganna skal lágmarksgjaldtaka vera fyrir fjóra starfsmenn í tvær klukkustundir ef ekki liggja fyrir samningar um annað. Innheimta skal því að lágmarki 138.010 kr., auk 17.249 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram tvær fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu.

14. grein 
Viðbúnaður vegna verðmætabjörgunar og vatnsleka.
Verðmætabjörgun sem ekki er tilgreind í brunavarnalögum, t.d. vegna vatnsleka, er sinnt af slökkviliði þótt ekki sé mælt fyrir um það í lögum um brunavarnir, meðan ekki eru aðrir þar til hæfir aðilar tiltækir til að sinna verkefninu. Er það mat slökkviliðsstjóra hverju sinni hvenær sinna skal beiðnum um verkefni fyrir utan gildissvið laganna. Ef óskað er eftir því að slökkviliðið sinni verkefni sem fellur utan gildissviðs laganna skal lágmarksgjaldtaka vera fyrir fjóra starfsmenn í tvær klukkustundir ef ekki liggja fyrir samningar um annað. Innheimta skal því að lágmarki 138.010 kr., auk 17.249 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram tvær fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu.

15. grein
Ráðgjafarþjónusta.
Falli ráðgjafarvinna undir ákvæði stjórnsýslulaga um upplýsinga- og leiðbeiningaskyldu skal sú vinna undanþegin gjaldi. Ef ráðgjafarvinnan er fyrir utan ákvæði d-liðar 1. mgr. 12. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum, um leiðbeiningar til fyrirtækja og stofnana eftir atvikum um hvaðeina er varðar brunavarnir og eldsvoða vegna viðkomandi starfsemi, er þjónustan gjaldskyld. Innheimtar eru 17.249 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. 

16. grein
Tækjaleiga.
Tækjaleiga er ekki fyrirskrifuð í lögum um brunavarnir. Þó er eðlilegt að leigja tæki sem eru þess eðlis að ekki er hægt að leigja þau hjá öðrum aðilum eða ef aðstæður kalla á skjóta notkun sem aðrir aðilar geta ekki boðið. Verðlagning er ákveðin þannig að hún sé ávallt í það minnsta 35% hærri en leiga á svipuðum eða sambærilegum tækjum sem aðrir geta útvegað til að tryggja samkeppnissjónarmið. Oftast er um að ræða dælubíla t.d. vegna kvikmyndagerðar eða einhverrar uppákomu sem kallar á slíkan búnað. Verðlagningu á tækjum skal endurskoða við hverja breytingu á gjaldskrá þessari. Tæki Slökkviliðs Bolungarvíkurkaupstaðar skulu aðeins notuð af starfsmönnum þess. Innheimt er að lágmarki 51.114 kr. fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu, auk 12.779 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma, auk tækjaleigu.

17. grein
Fylgd vegna sprengiefnaflutninga.
Sprengiefnafylgd er ekki áskilin í lögum um brunavarnir. Innheimt er að lágmarki 51.114 kr. fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu, auk 12.779 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma. 

18. grein 
Annað.
Innheimt skal gjald fyrir aðra vinnu sem ekki er tilgreind hér og ekki er mælt fyrir um í lögum. Innheimt er fyrir tæki samkvæmt 16. gr. og að lágmarki 51.114 kr. fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu, auk 12.779 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma. Getur þetta átt við um þjónustu vegna sérstakra verkefna eins og kvikmyndatöku, móttöku erlendra þjóðhöfðingja eða sendimanna, menningarviðburða o.fl. þess háttar.

IV. KAFLI

Innheimta.

19. gr.
Bolungarvíkurkaupstaður annast innheimtu gjalda samkvæmt gjaldskrá þessari eða innheimtufyrirtæki sem verkefnið er falið samkvæmt samningi þar að lútandi. Um innheimtu gjalda skal fara eftir viðteknum venjum í innheimtu opinberra stofnana. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga séu gjöldin ekki greidd á eindaga. Gjöldum sem til eru komin vegna öryggis- og lokaúttekta, sem og aðgerða til að knýja fram úrbætur samkvæmt lögum, sbr. 5. gr. til og með 10. gr., fylgir lögveð í viðkomandi fasteign eða lóð, sbr. 3. mgr. 12. gr. og 3. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum. 

V. KAFLI

Gildistaka og lagastoð.

20. grein 
Gjaldskrá þessi, sem sett er með heimild í lögum um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum, er samþykkt af bæjarstjórn Bolungarvíkurkaupstaðar. Gjaldskráin öðlast gildi við birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.

 

Tjaldsvæði Bolungarvíkur

Camping site

 Atriði / Item Krónur 
 Húsbílar, fellihýsi, tjaldvagnar / recreational vehicles, caravans 3.000 
 Tjald / tent 1.500 
 Rafmagn / electricity 1.200 
 Þvottur / washing 1.200 
 Sturta / shower 500 

Frí gisting fjórðu hverja nótt / accommodation every fourth night free of charge.

Gestir á tjaldsvæði fá 25% afslátt í sund / guests receive a 25% discount on swimming.

Útilegukortið gildir á Tjaldsvæði Bolungarvíkur / The Camping Card is valid at site.

Starfsfólk íþróttamiðstöðvarinnar hefur umsjón með tjaldsvæðinu annast innheimtu og veitir allar frekari upplýsingar / the sports center is in charge of the site. 

 

Tónlistarskóli Bolungarvíkur

Undir 18 ára og nemendur 18-22 ára

 Atriði  Annargjald í krónum
 Hljóðfæri fullt nám 45.700 
 Hljóðfæri ¾ nám 34.250 
 Hljóðfæri ½ nám 22.800 
 Hljóðfæraleiga 6.000 
 Söngnám fyrir byrjendur og 1. stig 45.700 

Fullorðnir

 Atriði Annargjald í krónum 
 Hljóðfæri fullt nám 59.350 
 Hljóðfæri ¾ nám 44.000 
 Hljóðfæri ½ nám 29.600 
 Hljóðfæraleiga 9.250 
Söngnám fyrir byrjendur og 1. stig* 59.350 

*Söngnám miðast við einn kennara – ekki er reiknað með öðrum undirleikara.

Fjölskylduafsláttur
Fjölskylduafsláttur gildir aðeins fyrir 18 ára og yngri.
Til að njóta fjölskylduafsláttar þurfa nemendur að vera skráðir á kennitölu sama forráðamanns og með sameiginlegt lögheimili.

  • Fyrsti nemandi sem er í viðamesta náminu greiðir fullt gjald
  • Annar nemandi fær 25% afslátt
  • Þriðji nemandi fær 50% afslátt
  • Fjórði nemandi og fleiri fá 75% afslátt


Staðgreiðsluafsláttur
Veittur er 5% staðgreiðsluafsláttur ef öll önnin er greidd í upphafi hennar.

Gjalddagar
Gjalddagar eru þrír á hverri önn.

Ef hætt er í námi eftir að önn hefst
Ef nemandi hættir í skólanum þarf að ljúka við að greiða þá önn sem byrjuð er.

 

Vatnsveita Bolungarvíkur

Gjaldskrá vatnsveitu byggist annars vegar á fastri greiðslu fyrir vatnsmæli og hins vegar á greiðslu fyrir notað vatnsmagn.

Mælaleiga
Greidd er mælaleiga sem miðast við þvermál vatnsinntaks (stærð rennslismælis).

Stærð inntaks, vatnsmælir   Krónur á dag
 DN 32 mm 44,8 
 DN 40 mm 77,7 
 DN 50 mm 94,9 
 DN 63 mm 248,8 
 DN 75 mm  261,1
 DN 90 mm  298,0
 DN 110 mm  326,0
 DN 200 mm og stærra 447,4 

Notkunargjald
Greitt er vatnsgjald samkvæmt mældri notkun á vatni. Notkunargjald er 40,6 kr. á rúmmetra (m3) sem samsvarar 40,6 kr. á hvert tonn af vatni.

Afslættir
Einstakir notendur sem nota umfram 18.000 m3 á mánuði fá afslátt. Afsláttur af umframmagni er ákveðin af bæjarráði í hverju sinni. 

Heimæðargjald

 Stærð inntaks Krónur á inntak 
 32 mm  257.546
 40 mm  311.202
 50 mm  404.103
 63 mm  544.996
 75 mm  764.850
 90 mm  917.016
 110 mm  1.242.396

Gjald þetta miðast við að heimtaug sé 25 metrar að hámarkslengd frá lögn í götu. Heimilt er að taka gjald fyrir yfirlengd heimtaugar og er greitt fyrir hvern lengdarmeter samkvæmt tímagjaldi 10.220 kr. með virðisaukaskatti. 

Breytingar á gjaldskrá
Heimilt er að breyta gjaldskrá samkvæmt vísitölu byggingarkostnaðar á þriggja mánaða fresti í byrjun hvers ársfjórðungs.