Umgengisreglur fyrir geymslusvæðið Múrhúsalandi
Geymslusvæði þetta er um 8000 m2 að flatarmáli.
Númeruð stæði eru fyrir gáma og hægt að koma fyrir 30 stk 20 ft. gámum og 40 stk. 40 ft. gámum. Geymslureitir eru einnig númeraðir og er fjöldi þeirra 35 stk. stærð hvers geymslureits er 7x7 metrar eða 49 m2.
Á geymslureitum er hægt að geyma ýmislegt sem ekki er hægt að koma fyrir í gámum.
Eigendur gáma og lausamuna sem þeir hyggjast geyma á geymslusvæðinu skulu sækja um reit á bæjarskrifstofu Bolungarvíkurkaupstaðar og fá þar teikningu og númer reits sem þeir fá úthlutað. Greitt er fyrir afnot reita 1. sinni á ári og er gjald innheimt samkvæmt gjaldskrá Bolungarvíkurkaupstaðar ár hvert.
Gámasvæði þetta er lokað af með innaksturshliði sem notendur hafa einungis aðgang að einnig mun svæðið verða vaktað með öryggismyndavélum sem staðsettar eru á húsi OV í næsta nágrenni. Girðing er umhverfis svæðið.
Ekkert rafmagn er á svæðinu og mun Bolungarvíkurkaupstaður ekki selja rafmagn, því svæðið er eingöngu ætlað til geymslu en ekki starfsemi.
1.0 Almennar reglur.
1.1 Sækja skal um stöðuleyfi fyrir alla gáma innan sveitarfélagsins, hvort heldur gámarnir
eru á gámasvæðinu, lóðum fyrirtækja og einstaklinga eða á lögbýlum.
1.2 Sækja skal um stöðuleyfi fyrir alla gáma sem notaðir eru sem vinnuskúrar.
1.3 Sækja skal um stöðuleyfi og greiða gjald fyrir kassa af flutningabílum, skúra og þess
háttar, sem notaðir eru sem geymslur en eru ekki skráðir í fasteignaskrá.
1.4 Greiða skal stöðuleyfisgjald af geymslu- og frystigámum sem fyllt hefur verið yfir með jarðvegi.
1.5 Eigendur geymslu- og frystigáma skulu ávallt gæta vel að útlit og ástandi gámanna
þannig að af þeim séu sem minnst lýti í umhverfinu og ekki stafi af þeim hætta.
1.6 Þá gáma sem settir eru niður án stöðuleyfis má fjarlægja á kostnað eiganda að
undangenginni viðvörun.
1.7 Flutningsgámar sem stoppa í stuttan tíma á lóðum eru ekki greiðsluskyldir.
1.8 Greiða skal stöðuleyfisgjald fyrir hvern gám samkvæmt gjaldskrá sem endurskoða
skal 1. janúar ár hvert.
1.9 Bæjarskrifstofan heldur skrá um alla gáma í sveitarfélaginu. Eigendur gáma skulu
tilkynna til skrifstofunnar fjarlægi þeir, færi á aðra lóð eða selji leyfisskylda gáma.
2.0 Geymslusvæði Múrhúsalandi - umgengnisreglur.
2.1 Bæjarverkstóri hefur umsjón með svæðinu og niðurröðun gáma á þá reiti sem til úthlutunar eru.
2.2 Hafa skal samband við hann bæði þegar komið er með gám eða hann fjarlægður.
2.3 Svæðið er ætlað fyrir geymslugáma, 40 og 20 feta langa einnig eru geymslureitir 7x7 metrar 49 m2 að stærð.
2.4 Heimilt er að veita tímabundið leyfi til geymslu annarra hluta.
2.5 Gámunum skal raðað á þá reiti sem er úthlutað.
2.6 Ekki er gert ráð fyrir að hægt sé að koma gámavagni við hlið gámanna til að fjarlægja þá.
2.7 Ekki má geyma neitt utan gámanna, hvorki ofan á eða við hliðina á þeim.
2.8 Gámasvæðið er afgirt og er vaktað með öryggismyndavél staðsetri á húsnæði OV.
2.9 Gámaeigendum er frjáls aðgangur að gámasvæðinu hvenær sem þeim hentar en skulu þó ávallt sýna góða umgengni um það.
2.10 Gámasvæðið er eingöngu geymslusvæði en ekki vinnusvæði.
2.11 Læst hlið er við innakstur sem leigutakar hafa lykil af. Óheimilt er framselja lykla til þriðja aðila.
Samþykkt þessi tekur gildi frá afgreiðsludegi bæjarstjórnar Bolungarvíkurkaupstaðar
Samþykkt á fundi bæjarstjórnar 11. júní 2019.