Reikningar - móttaka
Rafrænir reikningar til Bolungarvíkurkaupstaðar.
Bolungarvíkurkaupstaður óskar eftir að fá rafræna reikninga frá öllum viðskiptavinum og birgjum sínum.
Á vefnum InExchange.is er tekið á móti reikningum til okkar!
Rafrænir reikningar eru mótteknir og skráðir samstundis. Reikningar skulu ekki sendir á pappír samhliða rafrænum reikningum.
Frekari upplýsingar má fá gegnum netfangið bokhald@bolungarvik.is.
Innheimta með rafrænum reikningi er bæði þægileg og hraðvirk. Hætta á vanskilum minnkar því að reikningurinn fer beint inn í reikningakerfið.
Það kostar ekkert að byrja að nota móttökuvefinn hjá InExchange og hægt er að senda allt að 100 reikninga á ári ókeypis í gegnum vefviðmótið.
- Leiðbeiningar fyrir sendingu rafrænna reikninga til Bolungarvíkurkaupstaðar.
- Aðeins tekið við rafrænum reikningum