Náttúrugripasafn Bolungarvíkur
Natural History Museum of Bolungarvík
Vitastíg 3, 415 Bolungarvík
Sumar 2020 Safnið verður lokað í sumar. Nánri upplýsingar á www.nabo.is
Náttúrugripasafn Bolungarvíkur er lokað í sumar 2020 vegna endurskipulagningar.
Náttúrugripasafn Bolungarvíkur var formlega opnað í maí 1998, en safnið er það fyrsta sinnar tegundar á Vestfjörðum.
Sýningarsalurinn er yfir 300m2. Við safnið er salur sem gerir það auðvelt að taka á móti hópum.
Náttúrugripasafnið er tileinkað Steini Emilsyni jarðfræðingi, sem lengi var skólastjóri í Bolungarvík. Steinasafn hans er uppistaðan í steinasýningu safnsins.
Steinn_EmilssonrSpendýrum og fuglum eru gerð góð skil. Þegar inn er komið er gestum heilsað af blöðruselsbrimli og hvítabjörninn er ekki langt undan, umkringdur selum, refum og minkum.
Við minnum á að hægt er að kaupa sameiginlegan aðgang að náttúrugripasafninu og sjóminjasafninu Ósvör.