• Völusteinsstræti

Bolungarvíkurkaupstaður

Bolungarvíkurkaupstaður er sjálfstætt sveitarfélag á Vestfjörðum. 

BolungarvíkurkaupstaðurAðalstræti 10-12
415 Bolungarvík
Númer: 4100
Kennitala: 480774-0279
VSK Númer: 009944
Símanúmer: 450 7000
Bréfasími: 450 7009

bolungarvik@bolungarvik.is

Skipurit

bolungarvik.is
facebook.com/bolungarvik
instagram.com/bolungarvik/r
twitter.com/brimbrjotur
visitbolungarvik.is

Skjaldarmerki Bolungarvíkur

Gjaldskrá

Þann 10. apríl 1974 fékk sveitarfélagið kaupstaðarréttindi en hét áður Hólshreppur.

Íbúafjöldi 1. janúar 2022: 956

Í framboði við sveitarstjórnarkosningar 14. maí 2022 voru tveir listar í framboði. Á kjörskrá voru 697, þar af 377 karlar og 320 konur. Kjörsókn var 69,4%. Á utankjörfundi kusu 80, þar af 44 karlar og 36 konur. Á kjörfundi kusu 404, þar af 204 karlar og 200 konur. 

  • D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra hlaut 218 atkvæði og 3 fulltrúa kjörna
  • K-listi Máttar meyja og manna hlaut 251 atkvæði og 4 fulltrúa kjörna
  • Auðir seðlar voru 8
  • Ógildir seðlar voru 7

D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra

  1. Baldur Smári Einarsson, Völusteinsstræti 13, viðskiptafræðingur og bæjarfulltrúi
  2. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, Traðarlandi 18, aðstoðarleikskólastjóri og bæjarfulltrúi
  3. Kristján Jón Guðmundsson, Vitastíg 11, viðskiptafræðingur og bæjarfulltrúi
  4. Kristín Ósk Jónsdóttir, Völusteinsstræti 20, leikskólaleiðbeinandi og bæjarfulltrúi
  5. Anna Magdalena Preisner, Ljósalandi 13, þjónustufulltrúi
  6. Þorbergur Haraldsson, Móholti 6, kerfisstjóri
  7. Trausti Salvar Kristjánsson, Skólastíg 21, verkefnastjóri
  8. Hulda Birna Albertsdóttir, Völusteinsstræti 3, deildarstjóri
  9. Karitas S Ingimarsdóttir, Traðarlandi 4, sviðsstjóri íþrótta- og heilsueflingar
  10. Rúna Kristinsdóttir, Heiðarbrún 4, viðskiptafræðingur
  11. Helga Svandís Helgadóttir, Aðalstræti 21, kennari og nemi í landslagsarkitektúr
  12. Hafþór Gunnarsson, Holtabrún 12, pípulagningameistari
  13. Helena Hrund Jónsdóttir, Móholti 4, hjúkrunarfræðingur
  14. Jón Guðni Pétursson, Aðalstræti 20, skipstjóri

K-listi Máttar meyja og manna

  1. Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir, Traðarstíg 6, ráðgjafi og bæjarfulltrúi
  2. Magnús Ingi Jónsson, Brúnalandi 7, þjónustufulltrúi og bæjarfulltrúi
  3. Ástrós Þóra Valsdóttir, Hlíðarstræti 21, leikskólakennari
  4. Olga Agata Tabaka, Heiðarbrún 1, stuðningsfulltrúi
  5. Guðfinnur Ragnar Jóhannsson, Völusteinsstræti 22, vélfræðingur og rafvirkjanemi
  6. Hjörtur Traustason, Hlíðarvegi 16, rafvirki og bæjarfulltrúi
  7. Monika Gawek, Traðarlandi 21, stuðningsfulltrúi
  8. Helga Jónsdóttir, Miðstræti 8, kennari
  9. Guðbergur Ingólfur Arnarson, Heiðarbrún 2, rafeindavirki
  10. Ketill Elíasson, Holtabrún 5, vélvirki
  11. Reimar Hafsteinn Vilmundarson, Ljósalandi 11, skipstjóri
  12. Hörður Snorrason, Traðarlandi 6, sjómaður
  13. Stefán Línberg Halldórsson, Hafnargötu 117, stálsmiður
  14. Matthildur F. Guðmundsdóttir, Hólsvegi 7, frú

Kaupstaðurinn dregur nafn sitt af vík sem er yst í Ísafjarðardjúpi. Víkin er ein elsta verstöð landsins og er stutt í góð fiskimið. Upp af víkinni liggja tveir grösugir dalir, Syðridalur og Tungudalur. Syðridalsvatn er í Syðridal og er þar nokkur veiði og eins í Ósá. 

Framan af öldum var byggðin nær eingöngu í dölum og í Skálavík. Næst sjónum, á Bolungarvíkurmölum, var búseta hins vegar vertíðarbundin langt fram á 19. öld. Um síðustu aldamót fjölgaði íbúum mjög og þorp myndaðist við sjávarsíðuna. Þá reis ný kirkja, einnig barnaskóli, stúkuhús, vélsmiðja, bátasmíðaverkstæði, íshús og nokkur fiskverkunarhús. Verslanir voru stofnaðar, svo og sparisjóður og bókasafn. Á þessum tíma var mannlíf allt í miklum blóma og ýmis félagasamtök hófu starfsemi, m.a. stúka, kvenfélag, ungmennafélag, leikfélag og málfundafélag. 

Eftir að bátarnir stækkuðu með vélvæðingu bátaflotans í upphafi aldarinnar hélt léleg lendingaraðstaða aftur af vexti þorpsins. Með bættri hafnaraðstöðu um miðja öldina varð uppsveifla og íbúum fjölgaði næstu áratugi. Bolungarvík komst í vegasamband við Ísafjörð árið 1950 með opnun vegarins um Óshlíð, sem var stórt framfaraskref. 

Enn í dag eru sjósókn og fiskvinnsla aðal atvinnugreinarnar. Önnur störf eru flest í verslunar og þjónustugeirum. 

Bolungarvíkurgöng voru opnuð 25. september 2010 og hafa reynst mikil samgöngubót en þá lagðist af vegurinn um Óshlíð.