Gámastöð
Gámastöð er við áhaldahús bæjarins að Tjarnarkambi 1.
Gámastöð opið Mánudaga kl. 15-18:30
Miðvikudaga kl. 15-18:30
Föstudaga kl. 15-18:30 Að auki 1. júní-1. september Laugardaga kl. 10-14
Allur úrgangur sem komið er með í gámastöð skal vera flokkaður og ber að koma honum í viðeigandi ílát á staðnum.
Bannað er að fara með úrgang í Hólsnámu.
Íbúum er frjálst að losa sig við almennan heimilisúrgang á gámavelli allt að 1m3 á dag án gjaldtöku.
Einn rúmmetri jafngildir rúmmáli tenings, sem er einn metri á lengd, breidd og hæð.
Fyrir umframmagn greiðist samkvæmt gjaldskrá hér að neðan.
Tekið er við öllum raftækjum eins og þvottavélum, þurrkurum, ísskápum, frystikistum o.fl. og ekki þarf að greiða fyrir.
Fyrirtæki greiða alltaf fyrir úrgang á gámastöð samkvæmt neðangreindri gjaldskrá.