Grunnskóli Bolungarvíkur
Skólinn á að skapa góðar minningar
Grunnskólinn í tölumFjöldi nemenda: 121
Fjöldi bekkja: 10
Fjöldi kennara: 19
Fjöldi annarra starfsmanna: 12
Opið: 7:45-16
Leikskóli, grunnskóli, tónlistarskóli eru innan 1 kílómetra radíuss og auk þess er innangengt milli grunnskóla og íþróttahúss og sundlaugar.
Grunnskóli Bolungarvíkur tók til starfa árið 1962.
Skólinn er samtengdur við Íþróttamiðstöðina Árbæ sem er mikill kostur.
Í boði er einnig heilsdagsskóli sem er lengd viðvera yngstu skólabarnanna í 1.-4. bekk.
Félagsmiðstöðin Tópaz er einnig til húsa í skólanum.