Hjúkrunarheimilið Berg
Berg var formlega tekið í notkun 6. desember 2015.
Sími Hjúkrunarheimilisins Bergs er 450 4595.
Áður var hjúkrunarheimili í Skýlinu en heimilið flutti í nýtt húsnæði sem er í eigu Bolungarvíkurkaupstaðar og einkaaðila en kaupstaðurinn leigir sinn hluta til ríkisins undir hjúkrunarheimili. Í húsinu eru einnig íbúðir í einkaeigu.
Byggt var við húsið Árborg og er hjúkrunarheimilið einnig í því húsnæði en auk þess eru Í Árborg íbúðir og félagsaðstaða fyrir aldraða auk glæsilegrar aðstöðu fyrir sjúkraþjálfara.
Á efstu hæð Árborgar er hlýlegt safnaðarheimili Hólssóknar og skrifstofa sóknarprests.