• Íþróttahúsið Árbær

Íþróttamiðstöðin Árbær

Íþróttamiðstöðin Árbær er heilsulind fyrir alla á öllum aldri.

OpiðSumarVirkir dagar 07:00-22:00
Helgar 10:00-18:00
VeturVirkir dagar 06:00-21:00
Helgar 10:00-18:00
Opið um jól og áramótAðfangadagur 06:00-12:00
Annar í jólum 10:00-18:00
Gamlársdagur 06:00-12:00
Nýársdagur 10:00-14:00

Íþróttamiðstöðin Árbær
Höfðastíg 1, 415 Bolungarvík
456 7381, sundlaug@bolungarvik.is

Íþróttasalur er 22 x 28 metrar og einnig er til staðar rúmgóður þreksalur vel búin TechnoGym-æfingartækjum. 

Reglubundin starfsemi Íþróttamiðstöðvarinnar utan almenningstíma er þjónusta við skólaíþróttir Grunnskóla Bolungarvíkur, þjónusta við íþróttastarf Ungmennafélags Bolungarvíkur, sem stendur að reglubundinni íþróttaþjálfun í sundi, knattspyrnu, körfuknattleik og fl.

Þá hefur Íþróttamiðstöðin á undanförnum árum tekið virkan þátt í ýmiskonar atburðum sem bæjarbúar hafa staðið fyrir á sviði íþróttamála s.s íþrótta-hátíðum og íþróttakeppnum, kynningarstarfsemi og listviðburðum eins og t.d. undirvatnsborðstónleikum, fjölskylduskemmtunum, hljómleikum og fl.

Í Íþróttamiðstöðinni Árbæ er innilaug 8 x 16,66 m, á útisvæði eru tveir heitir pottar annar 41°C heitur og hinn 39°C heitur með vatnsnuddi auk þess er á útisvæði lítil upphituð vaðlaug.

Einnig er gufubaðstofa með góðri hvíldaraðstöðu.

Árið 2007 var tekin í notkun vatnsrennibraut í sundlaugargarðinum.

  • Börnum yngri en 14 ára er óheimill aðgangur að þreksal.
  • Nemendur 9. og 10. bekkjar grunnskóla hafa  gjaldfrjálsan aðgang að þreksal.