• Sjóklæði, skinnklæði, Ósvör

Sjóklæði

Sjóklæði, skinnklæði, ÓsvörSjóklæði voru saumuð úr kindaskinni. 

Skinnið var rakað, þvegið og skafið. Um sex til átta kindaskinn þurfti til að sauma ein sjóklæði, en klæðin voru brók, heil undir yl og náði upp undir hendur, ásamt treyju með löngum ermum. 

Buxurnar voru festar upp með snæri og það notað líkt og belti. Einnig voru menn með klofband, sem var til þess að hægt væri að ná taki á mönnum ef þeir duttu í lendingu. Þar sem sjóklæðin voru svo sleip í sjó að ef ekkert klofband var til staðar var illmögulegt að ná taki á manni sem var útbyrðis.

Einnig voru menn með tvíþumla belgvettlinga úr ull. Og svo má ekki gleyma sjóhattinum.

Sumarið 2010 var Sandra Borg Bjarnadóttir, fatahönnunarnemi, fengin til þess að gera rannsóknir á skinnklæðum sem að safnverðir í Ósvör klæðast. Farið var á önnur söfn og klæði þar skoðuð til að öðlast þekkingu á gerð þeirra. Gert var snið að sjóklæðum og prufur saumaðar en svo gerð ný skinnklæði sem bentu til að væri með besta sniðinu samkvæmt niðurstöðu rannsóknanna á skinnklæðunum.