• Bolungarvík. Mynd: Haukur Sigurðsson.

Skipulagsmál

Bygging húsa, mannvirkja og aðrar framkvæmdir sem breyta ásýnd umhverfis eiga að vera í samræmi við skipulagsáætlanir hverju sinni.

Finnbogi Bjarnason, skipulags-og byggingafulltrúi, er á skrifstofu Bolungarvíkurkaupstaðar Aðalstræti 10-12 alla virka daga frá kl. 10-15 og í síma 450-7000 eða á netfangið finnbogi@bolungarvik.is.

Innviðaráðuneyti fer með skipulags- og byggingarmál. Skipulagsstofnun sinnir afgreiðslu skipulags- og byggingarmála, umhverfismati áætlana, mati á umhverfisáhrifum framkvæmda og veitir ráðgjöf og leiðbeiningar í framangreindum flokkum.

Í skipulagslögum nr. 123/2010 er kveðið á um að allt land sé skipulagsskylt. Samkvæmt 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal sveitarstjórn ráða skipulagsfulltrúa. Sveitastjórnir bera ábyrgð á gerð skipulagsáætlana og skal starfa sérstök skipulagsnefnd í hverju sveitafélagi. Með nefndum skal starfa skipulagsfulltrúi og byggingafulltrúi. Sveitarstjórn getur falið byggingafulltrúa að annast skipulagsmál og kallast hann þá skipulags- og byggingafulltrúi.