• Ærslabelgur

Heimagreiðslur

Bolungarvíkurkaupstaður býður upp á sérstakar heimagreiðslur til forráðamanna barna þar til barn fær daggæsluúrræði eða boð um leikskólavist. 

Einstæðir foreldrar eiga rétt á heimagreiðslu þegar barn nær sex mánaða aldri en foreldrar í hjúskap eða sambúð þegar barn nær níu mánaða aldri.

Bæjarráð samþykkti heimagreiðslur á síðasta fundi sínum og ítrekar jafnframt að áfram verði unnið að því að uppfylla þarfir foreldra um dagvistun barna.