• Listastofan Bakki

Listastofan Bakki

Listastofan Bakki er búsetustofa fyrir alla myndlistarmenn. 

Bakki er listastofa staðsett á 2. hæð fyrrum frystihúss við höfnina í Bolungarvík með fallegu 180 gráðu útsýni.

Listastofan er með sérinngangi, stóru eldhúsi, borðstofu og baðherbergi. 

Vinnuaðstaðan er með fjölmörgum loftljósum og stórum iðnaðarhurðum. Rafmagn, hiti, vatn og þráðlaust internet er innifalið í leigu.

Myndlistarmaðurinn Elli Egilsson og Kristján Jón Guðmundsson í Bolungarvík hafa umsjón með aðstöðunni. Gengið er inn frá Brimbrjótsgötu. 

Ósk um nánari upplýsingar má senda á elliegilsson@gmail.com.