Hundahald

Gjaldskrá fyrir hundahald frá 1. janúar 2020

1. grein – Leyfi til hundahalds

Sækja þarf um leyfi fyrir alla hunda – einnig hunda sem af einhverjum ástæðum eru undanþegnir leyfisgjaldi.

2. grein – Um leyfisgjöld

Bolungarvíkurkaupstaður innheimtir gjöld vegna hundahalds samkvæmt gjaldskrá þessari, sem er ætlað að standa undir kostnaði við framkvæmd heilbrigðissamþykktar um hundahald og fer með innheimtu þeirra. Áskilinn er réttur til endurskoðunar á gjaldskrá samkvæmt breytingu á neysluvísitölu.

3. grein – Skráningargjald

Við leyfisveitingu skal innheimta gjald sem hér segir: 

 • Fyrsta leyfisveiting kr. 14.500,-
 • Leyfisveiting eftir útrunninn frest kr. 21.500.-
 • Bráðabirgðaleyfi, skammtímaskráning kr. 5.100,- 

4. grein – Eftirlitsgjald

Af leyfðum hundum skal innheimta árlegt eftirlitsgjald sem hér segir:

 • Einn hundur kr. 12.500,-.

5. grein – Hundahreinsun og tryggingar

Greiðslur vegna hundahreinsunar og trygginga eru innifaldar í leyfisgjaldi.

6. grein – Handsömunargjald

Við afhendingu handsamaðs hunds skal innheimta handsömunargjald sem hér segir:

 • Fyrsta afhending hunds kr. 16.000,-
 • Önnur afhending hunds kr. 32.000,-
 • Þriðja afhending hunds kr. 48.000,-
 • Fyrsta afhending hunds án leyfis kr. 32.000,-

Óheimilt er að afhenda hunda án leyfis nema gengið verði frá leyfisveitingu við afhendingu. Að auki skal greiða þann kostnað sem leggst á vegna fæðis, geymslu, auglýsinga og ferðakostnaðar handsamaðs hunds.

7. grein – Gjalddagar

Gjalddagi samkvæmt 5. gr. er 15. febrúar og eindagi 15. mars ár hvert. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga séu gjöldin ekki greidd á eindaga.

8. grein – Undanþágur frá leyfisgjaldi

 1. Undanþága vegna minkahunda og smalahunda á lögbýlum.
 2. Undanþága vegna hjálparhunda fyrir fatlaða einstaklinga (t.d. fyrir daufblinda einstaklinga).
 3. Undanþága vegna leitarhunda – samkvæmt eftirfarandi skilgreiningu.
 4. Leitarhundur er undanþeginn leyfisgjaldi ef viðkomandi hundur hafur að minnsta kosti B-viðurkenningu sem útgefin er af viðurkenndum leiðbeinanda. Ljósrit af slíkri viðurkenningu skal afhent við umsókn um niðurfellingu leyfisgjalda. Heimilt er að ógilda niðurfellingu leyfisgjalda sé viðkomandi hundur ekki lengur á skrá sem leitarhundur samkvæmt skilgreiningu þessari.