Jafnlaunastefna Bolungarvíkurkaupstaðar

Bolungarvíkurkaupstaður leggur áherslu á að vera vinnustaður þar sem hver einstaklingur er metinn að verðleikum og að greidd skuli jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf óháð kyni, uppruna eða öðrum aðgreinandi þáttum.

Meginmarkmið jafnlaunastefnu Bolungarvíkurkaupstaðar er að allar launaákvarðanir skulu vera gegnsæjar, málefnalegar, skjalfestar og rekjanlegar. Jafnlaunastefnan tekur til allra starfsmanna Bolungarvíkurkaupstaðar.

Jafnlaunastefna kveður á um markmið og aðgerðir til að tryggja starfsfólki Bolungarvíkurkaupstaðar þau réttindi sem kveðið er á um í jafnréttislögum nr. 150/2020.

Bolungarvíkurkaupstaður skuldbindur sig til þess að innleiða, skjalfesta og viðhalda jafnalaunakerfi í samræmi við kröfur ÍST 85:2012 staðalsins.

Til þess að ná því markmiði mun sveitarfélagið:

  • Innleiða vottað jafnlaunakerfi, skjalfesta og halda því við.
  • Fylgja viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem eru í gildi á hverjum tíma.
  • Gera innri úttektir og framkvæma launagreiningu árlega þar sem borin eru saman sömu eða jafn verðmæt störf í þeim tilgangi að kanna hvort kynbundinn launamunur sé til staðar.
  • Bregðast við óútskýrðum launamuni með umbótum og eftirliti.
  • Gera innri úttekt og halda rýni stjórnenda árlega.
  • Kynna jafnlaunastefnuna fyrir öllu starfsfólki og hafa hana aðgengilega á vefsíðu Bolungarvíkurkaupstaðar, www.bolungarvik.is.


Jafnlaunastefna Bolungarvíkurkaupstaðar var samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar Bolungarvíkur þann 14. september 2021.