Laus störf
  • Ráðhús Bolungarvíkur

Störf 2021

9.6.2021

Umsóknarfrestur um störfin er til 15. júní 2021. 

Safnvörður í Ósvör

Safnvörður óskast til starfa við Sjóminjasafnið Ósvör í Bolungarvík í sumar.

Hæfniskröfur eru samskiptahæfileikar, íslensku- og enskukunnátta, frumkvæðni, jákvæðni, sjálfstæði í vinnubrögðum og reynsla af þjónustustörfum er æskileg.

Opnunartími safnsins er frá kl. 10-16 alla daga. Annar opnunartími safnsins er eftir samkomulagi.

Nánari upplýsingar veitir Katrín Pálsdóttir, fjármála- og skrifstofustjóri, í síma 8670390 og netfangi katrin@bolungarvik.is. Umsóknir sendist á katrin@bolungarvik.is.

Tveir deildarstjórar við leikskóla

Tvær stöður deildastjóra eru lausar til umsóknar við leikskólann Glaðheima.

Önnur staðan er á yngstu deild skólans, Gili þar sem nemendur eru 1-2ja ára, hin staðan er afleysingastaða í 1 ár frá 1. september 2021 og er á Grundum deild með nemendur 3-4ra ára.

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Leyfisbréf til kennslu skilyrði
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
  • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Áhugi á fræðslu barna og velferð þeirra
  • Stundvísi
  • Hreint sakavottorð
  • Góð íslenskukunnátta

Allar frekari upplýsingar veita Ragnheiður eða Guðbjörg í síma 456-7264 eða á netfangið gladh@bolungarvik.is. Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað í tölvupósti gladh@bolungarvik.is.

Leikskólakennari

Staða leikskólakennara við leikskólann Glaðheima er laus til umsóknar.

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Leyfisbréf til kennslu skilyrði
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
  • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Áhugi á fræðslu barna og velferð þeirra
  • Stundvísi
  • Hreint sakavottorð
  • Góð íslenskukunnátta
  • Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Allar frekari upplýsingar veita Ragnheiður eða Guðbjörg í síma 456-7264 eða á netfangið gladh@bolungarvik.is. Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað í tölvupósti gladh@bolungarvik.is.

Leiðbeinandi við leikskóla

Laus er til umsóknar staða leiðbeinanda við leikskólann Glaðheima.

Launakjör eru samkvæmt samkvæmt kjarasamningi Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur.

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
  • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Áhugi á fræðslu barna og velferð þeirra
  • Stundvísi
  • Hreint sakavottorð
  • Góð íslenskukunnátta
  • Umsækjandi þarf að geta hafið störf í ágúst.

Allar frekari upplýsingar veita Ragnheiður eða Guðbjörg í síma 456-7264 eða á netfangið gladh@bolungarvik.is. Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað í tölvupósti gladh@bolungarvik.is.

Starfsmaður í stuðningsþjónustu

Félagsþjónusta Bolungarvíkurkaupstaðar óskar eftir starfsmanni í stuðningsþjónustu.

Óskað er eftir starfsmanni í stuðningsþjónustu (félagslega heimaþjónustu og liðveislu). Um er að ræða stuðning eldri borgara og fólk með fötlun. Fjölbreytt og áhugavert starf.

Starfshlutfall er 80% stöðugildi, eða eftir samkomulagi. Framtíðarstarf í boði ef réttur starfsmaður finnst.

Óskað er eftir starfsmanni sem ábyrgur og fær í mannlegum samskiptum. Reynsla í vinnu með fólki er æskileg.

Nánari upplýsingar veitir Guðný Hildur Magnúsdóttir, félagsmálastjóri í síma 450-7000 eða í netfangið gudnyhildur@bolungarvik.is.