Laus störf
Leikskólinn Glaðheimar-aðstoðarmatráður
Leikskólinn Glaðheimar Bolungarvík auglýsir eftir aðstoðarmatráð.
Auglýst er eftir starfsmanni í eldhús sem aðstoðar við matargerð ásamt ræstingu í eldhúsi. Viðkomandi starfar í nánu samstarfi og í umsjón matráðar. Í leikskólanum eru um 40 börn.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Vinnur í samstarfi við matráð.
- Reynsla af matargerð æskileg.
- Aðstoðar við gerð og framleiðslu matar.
- Aðstoðar við gerð matseðla og innkaup.
- Sinnir ræstingu í eldhúsi og þvottahúsi ásamt matráði.
- Aðstoðarmatráður er staðgengill matráðs og sér um hans störf þegar hann er fjarverandi.
- Lipurð og hæfni í samskiptum við börn og starfsfólk.
- Jákvæðni og stundvísi.
- Góða líkamlega heilsa.
- Annað tilfallandi.
Umsóknarfrestur er til 11.ágúst 2025.
Umsókn skal senda á netfangið salomeh@bolungarvik.is. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um. Upplýsingar um starfið veitir Salóme Halldórsdóttir leikskólastjóri í síma 456-7264 eða í gegnum netfangið salomeh@bolungarvik.is