Laus störf
 • Bolungarvíkurhöfn

Afleysing á höfn

22.3.2021

Um er að ræða 60-100% starf í vaktavinnufyrirkomulagi sem unnið er í samráði við yfirhafnarvörð.

Æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Hafnarvörður heyrir undir yfirhafnarvörð.

Helstu verkefni

 • Umsjón með eigum hafnarinnar, gæta reglu á hafnarsvæðinu og sinna þjónustu sem Bolungarvíkurhöfn kýs að veita skipum og bátum.
 • Bera ábyrgð á vigtun afla og annarri vöru sem um höfnina fer eftir því sem við á.
 • Ganga í öll tilfallandi störf sem tilheyra rekstri hafnarinnar sem og önnur störf sem yfirhafnarvörður setur fyrir.

Hæfnikröfur

 • Stúdentspróf eða iðnmenntun er æskileg
 • Gerð er krafa um vinnuvélaréttindi
 • Umsækjandi þarf að vera löggiltur vigtunarmaður samkvæmt lögum nr. 91/2006, eða vera tilbúinn að sækja slíkt námskeið
 • 12 metra skipstjórnarréttindi og/eða vélstjórnarréttindi er kostur en ekki skilyrði
 • Gerð er krafa um hreint sakavottorð
 • Gerð er krafa um góða alhliða tölvukunnáttu s.s. Excel og Word, kostur ef viðkomandi hefur kunnáttu og þekkingu á Navision skráningarkerfi
 • Góð íslensku- og enskukunnátta
 • Rík þjónustulund og mikil færni í mannlegum samskiptum
 • Snyrtimennska og góð framkoma

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 5. apríl 2021.

Umsóknir berast yfirhafnarverði á stefanv@bolungarvik.is sem veitir nánari upplýsingar í síma 8687272.

Með umsókn skal fylgja ferilskrá og afrit af viðeigandi réttindum.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.