Laus störf
  • Salfraedin-2

Bolungarvíkurkaupstaður óskar eftir að ráða sálfræðing í 100% stöðu

Umsóknarfrestur er til og með 10. júlí 2023

7.6.2023

Bolungarvíkurkaupstaður óskar eftir að ráða sálfræðing í 100% stöðu frá 1. ágúst nk. eða eftir samkomulagi. Viðkomandi mun vinna bæði í leik- og grunnskóla sveitarfélagsins og í nánu samstarfi við félagsþjónustu.

Leik – og grunnskóli Bolungarvíkur byggja starfsemi sína á faglegu og framsæknum skólastarfi sem tekur ávallt mið að þroska og hæfni nemenda. Í skólunum er fjölbreytt samfélag nemenda, starfsfólks og foreldra. Velferð nemenda er í forgrunni okkar starfs og við leggjum áherslu á samstarf heimilis og skóla.

Helstu verkefni og ábyrgð

  •  Innleiðing laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna í samstarfi við félagsþjónustu og stjórnendur leik- og grunnskóla.
  •  Taka þátt í stuðningsteymum og öðru sem snýr að grunni farsældarlaganna.
  • Almenn ráðgjöf og leiðsögn um sértæk úrræði til starfsfólks skóla og foreldra.
  • Athuganir, frumgreiningar og ráðgjöf vegna einstakra nemenda.
  • Skipulögð fræðsla til starfsfólks skóla, foreldra og barna.
  • Þverfaglegt samstarf við samstarfsfólk og aðrar stoðþjónustur.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Réttindi til að starfa sem sálfræðingur á Íslandi.
  •  Stundvísi, sjálfstæði og öguð vinnubrögð.
  • Samskipta- og skipulagshæfni.
  • Góð færni í íslensku máli, jafnt ræðu sem riti.

 

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sálfræðingafélags Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Áhugasamir eru hvattir til að skoða skólastefnu Bolungarvíkur.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá bæjarstjóra Bolungarvíkur í s. 8994311 eða á jonpall@bolungarvik.is.

Umsóknarfrestur er til og með 12. október 2023. Umsóknum skal fylgja ferilskrá um menntun og fyrri störf ásamt rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknir eiga að berast bæjarstjóra Bolungarvíkur á netfangið jonpall@bolungarvik.is

Bol