Fjármála- og skrifstofustjóri
Starfið er mjög margþætt og krefst því góðrar færni á ýmsum sviðum.
Fjármála- og skrifstofustjóri er yfirmaður á bæjarskrifstofu ásamt því að stýra fjármálum sveitarfélagsins.
Starfssvið
- Fagleg forysta og verkstjórn á daglegum verkefnum bæjarskrifstofu.
- Ábyrgð á daglegri umsýslu fjármála og bókhalds.
- Umsjón með fjárhagsáætlanagerð, frávikagreiningum og kostnaðareftirliti.
- Ábyrgð á gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana.
- Fjárhagslegar úttektir og greiningar.
- Eftirfylgni með framgangi rekstrar- og fjárhagsáætlana.
- Þátttaka í stefnumótun og nýsköpun á sviði fjármála og fjárreiða.
- Aðstoð við samningagerð og önnur fjármálatengd verkefni.
- Samskipti við forstöðumenn og íbúa vegna erinda er snúa að fjármálum og annarri þjónustu bæjarfélagins.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi skilyrði.
- Haldgóð reynsla af sambærilegu starfi.
- Mjög góð þekking á reikningshaldi, uppgjörum og áætlanagerð.
- Þekking á málefnum sveitarfélaga kostur.
- Góð tölvukunnátta skilyrði.
- Góð kunnátta í íslensku og ensku og geta til að tjá sig í ræðu og riti.
- Leiðtogahæfileikar og drifkraftur í starfi.
- Mikil hæfni í mannlegum samskiptum og góð félagsleg færni.
- Samviskusemi og nákvæmni í starfi.
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 17. október 2018
- Ragnheiður Dagsdóttir, 540 7119, ragnheidur.dagsdottir@capacent.is
- Þóra Pétursdóttir, 540 7125, thora.petursdottir@capacent.is
Sækja þarf um starfið á vef ráðgjafafyrirtækisins Capacent.
Bolungarvík er u.þ.b. 950 manna bæjarfélag. Þar er góður grunnskóli, leikskóli og tónlistarskóli , íþróttahús og sundlaug. Frábær aðstaða fyrir menningarviðburði, nýtt hjúkrunarheimili, ný félagsmiðstöð fyrir unglinga, íbúðir fyrir aldraða og stutt í alla þjónustu. Á næstu árum standa svo fyrir dyrum ýmsar framkvæmdir í bænum. Talsverður vöxtur hefur verið í atvinnulífinu á undanförnum árum. Miklir möguleikar til atvinnuuppbyggingar í Bolungarvík eru í sjónmáli og stöðugt skapast ný tækifæri til sóknar.