Forstöðumaður Árbæjar
Bolungarvíkurkaupstaður auglýsir eftir forstöðumanni Íþróttamiðstöðvarinnar Árbæjar.
Starfið skiptist í 80% starf í vaktavinnufyrirkomulagi og 20% stjórnunarstarf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Forstöðumaður Árbæjar heyrir undir bæjarstjóra.
Helstu verkefni eru yfirstjórn með rekstri og daglegri starfsemi íþróttamiðstöðvarinnar, ábyrgð á starfsmannahaldi, semja og fylgja eftir vaktafyrirkomulagi. Jafnframt að að tryggja að starfsemi Íþróttamiðstöðvar sé í samræmi við gildandi lög og reglugerðir um öryggi og starfsemi íþróttamannvirkja.
Hæfnikröfur:
- Hæfnispróf sundstaða, sundpróf og skyndihjálp
- Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Þekking og reynsla sem nýtist í starfsemi íþróttamannvirkja
- Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri, í síma 450-7000 eða tölvupóst jonpall@bolungarvik.is.
Umsóknarfrestur er til og með 9.júní nk.
Umsóknir skulu sendar til Jóns Páls á fyrrgreint netfang. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og afrit af viðeigandi réttindum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.