Laus störf
  • Grunnskóli Bolungarvíkur

Kennari í hönnun og smíði og deildarstjórar

3.5.2021

Við skólann vantar kennara í hönnun og smíði, um er að ræða 50% starf.

Enn fremur eru auglýstar tvær 50% stöður deildarstjóra. Um er að ræða tilraunarverkefni/ tímabundna ráðningu til eins.

Deildarstjóri stoðþjónustu

Um er að ræða 50% starf. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands.

Helstu verkefna- og hæfnikröfur:

  • Yfirumsjón með stoðþjónustu skólans
  • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi s.s. á sviði sérkennslufræða
  • Umsjón með starfsmönnum í samráði við skólastjóra
  • Annast samskipti við stoðþjónustu
  • Taka þátt í störfum faglegra teyma og nefnda

Deildarstjóri

Um er að ræða 50% starf. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands.

Helstu verkefna- og hæfnikröfur:

  • Staðgengill skólastjóra
  • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er kostur s.s. á sviði stjórnunar
  • Reynsla af stjórnunarstörfum
  • Reynsla af þróunarstarfi
  • Þekking á teymiskennslu

Menntunar- og hæfnikröfur

  • Kennaramenntun og leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari
  • Góð kennslureynsla á grunnskólastigi og víðtæk reynsla og þekking af vinnu með fjölbreyttan nemendahóp
  • Frumkvæði og samstarfsvilji
  • Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Góðir skipulagshæfileikar
  • Samskipti við nemendur og foreldra
  • Metnaður til að ná árangri
  • Vera faglegur ráðgjafi um skipulag náms, námsumhverfis og kennslu með áherslu á námsaðlögun

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga (kynferðisbrot), nr.19/1940 frá því að hann var sakhæfur (15 ára) né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á því í auglýsingu að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá.

Umsóknum skal skilað til skólastjóra á netfangið halldoras@bolungarvik.is með upplýsingum um menntun, réttindi og starfsreynslu, ásamt ábendingum um meðmælendur. Móttaka umsókna verður staðfest. Nánari upplýsingar veitir Halldóra Dagný Sveinbjörnsdóttir skólastjóri í síma 4567249.

Umsóknarfrestur er til og með 15. maí 2021. Ráðið verður í stöðurnar frá 1. ágúst 2021.

Í Grunnskóla Bolungarvíkur eru um 130 nemendur og 30 starfsmenn. Starfshættir grunnskólans eru í sífelldri þróun. Skólinn byggir starfsemi sína á faglegu og framsæknu skólastarfi sem tekur ávallt mið af þroska og hæfni nemenda. Í skólanum er fjölmenningarlegt samfélag nemenda, starfsfólks og foreldra.