• Mistök urðu við álagningu fasteignagjalda Bolungarvíkurkaupstaðar í upphafi árs er snýr að sorpeyðingargjaldi.

6. júní 2019

Óskað eftir starfsmanni í liðveislu

Félagsþjónusta Bolungarvíkurkaupstaðar óskar eftir starfsmanni í liðveislu í sumar.

Um er að ræða liðveislu fyrir dreng á grunnskólaaldri, u.þ.b. 1-3 tíma á dag, fyrri part dags. 

Æskilegt væri að liðveitandi væri ungur maður á aldrinum 18-25 ára. 

Áhugasamir hafi vinsamlegast samband við Guðnýju Hildi Magnúsdóttur, félagsmálastjóra, í netfangið gudnyhildur@bolungarvik.is.