Laus störf
Óskað eftir starfsmanni í liðveislu
Um er að ræða liðveislu fyrir dreng á grunnskólaaldri, u.þ.b. 1-3 tíma á dag, fyrri part dags.
Æskilegt væri að liðveitandi væri ungur maður á aldrinum 18-25 ára.
Áhugasamir hafi vinsamlegast samband við Guðnýju Hildi Magnúsdóttur, félagsmálastjóra, í netfangið gudnyhildur@bolungarvik.is.
Hvað er liðveisla?
Liðveislu er ætlað að auðga líf þeirra einstaklinga sem hennar njóta og styrkja þá til þátttöku í menningar- og félagslífi. Liðveislu er einnig ætlað að auka frumkvæði einstaklinga til sjálfsbjargar ásamt því að veita persónulegan stuðning og aðstoð.
Liðveisla er skemmtilegt og gefandi starf.