Laus störf
  • Óshólaviti - mynd: Helgi Hjálmtýsson

Starfsmaður í liðveislu

3.3.2020

Um er að ræða liðveislu með drengjum á grunnskólaaldri með röskun á einhverfurófi. Markmiðið með liðveislunni er að rjúfa félagslega einangrun og aðstoða drengina við að taka þátt í félagslífi.

Vinnutími er síðdegis og um helgar eftir nánara samkomulagi.

Óskað er eftir ábyrgum einstaklingi til starfsins. Æskilegt er að starfsmaðurinn væri á aldrinum 16-25 ára. Einnig myndi henta betur að ráða ungan karlmann vegna þess að um er að ræða drengi.

Starfið hentar vel með skóla eða annarri vinnu.

Frekari upplýsingar veitir Guðný Hildur Magnúsdóttir, félagsmálastjóri Bolungarvíkur í síma 450-7000 eða í netfanginu gudnyhildur@bolungarvik.is.