Laus störf

Starfsmaður í liðveislu - mikilvægt og gefandi starf

Félagsþjónusta Bolungarvíkurkaupstaðar óskar eftir starfsmanni í liðveislu

1.12.2025

Félagsþjónusta Bolungarvíkurkaupstaðar óskar eftir starfsmanni í liðveislu.

Við óskum eftir áreiðanlegum og umhyggjusömum starfsmanni í liðveislu með fötluðum eintakling sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi. Um er að ræða nokkrar klukkustundir í viku, seinni partinn og um helgar.

Helstu verkefni:

  • Aðstoð í daglegum athöfnum.
  • Félagslegur stuðningur og virkni.
  • Stuðningur við einstakling með að taka þátt í samfélaginu.

Hæfniskröfur:

  • Umhyggja, þolinmæði og jákvæðni.
  • Áreiðanleiki og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Góð samskiptahæfni.
  • Reynsla af starfi með fólki með fötlun er kostur en ekki skilyrði.
  • 20 ára aldurstakmark.


Gefandi starf sem hentar vel fólki í námi þar sem vinnutíminn er sveiganlegur og umsemjanlegur.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir, málstjóri farsældar barna í Bolungarvík í síma 450-7000 eða í netfangið siggahulda@bolungarvik.is