Laus störf
  • Eldri borgarar, aldraðir, mynd: Abi Howard, unsplash.com

Starfsmaður til félagsstarfs aldraða

16.9.2020

Um er að ræða 50% starf yfir veturinn og vinnutíminn er eftir hádegi virka daga. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Félagsstarfið fer fram í nýju og glæsilegu húsnæði í kjallara að Aðalstræti 20. Í húsnæðinu eru þrjár stofur, ein innréttuð sem smíðastofa og hinar tvær eru útbúnar borðum, stólum og sjónvarpsskjá. Að auki er í húsnæðinu lítið eldhús og snyrting. Húsnæðið býður því uppá fjölbreytta starfsemi, s.s. hvers konar handavinnu og handverk, spil, söngstundir, ljósmynda- og kvikmyndasýningar og kaffiveitingar.

Hlutverk starfsmanns er að:

  • Skipuleggja og móta félagsstarfið í samráði við félagsmálastjóra og húsnefnd eldri borgara
  • hvetja eldri borgara til þátttöku í starfinu og leita eftir hugmyndum þeirra
  • halda utanum starfið á opnunartíma

Óskað er eftir einstaklingi sem er lipur og fær í mannlegum samskiptum, er hugmyndaríkur og getur sýnt sjálfstæði og frumkvæði í starfi. Reynsla í starfi með fólki er æskileg. Reynsla í einhverskonar félagsstarfi er kostur.

Allar frekari upplýsingar veitir Guðný Hildur Magnúsdóttir, félagsmálastjóri í síma 450-7000, netfanginu: gudnyhildur@bolungarvik.is og á bæjarskrifstofu Bolungarvíkurkaupstaðar við Aðalstræti 10.