Laus störf
Störf við grunnskólann
- Umsjónarkennsla á yngstastigi 80-100% starf
- Umsjónarkennsla á miðstigi 80–100% starf
- Umsjónarkennsla og aðrar greinar á unglingastigi 100% starf
- Smíðakennsla 50% starf
- Handmennt 50% starf
- Tónmennt 50% starf
Í Grunnskóla Bolungarvíkur eru um 140 nemendur í 1.-10. bekk.
Við skólann starfar samheldinn og öflugur hópur sem óskar eftir vinnufélögum.
Menntunar og hæfnikröfur
- Kennsluréttindi í grunnskóla
- Áhugi á að starfa í öflugu lærdómssamfélagi
- Jákvæðni, sveigjanleiki og færni í samskiptum
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Stundvísi og samviskusemi
Launakjör samkvæmt kjarasamningi KÍ.
Umsóknum skal skilað til Stefaníu Ásmundsdóttur, skólastjóra, á netfangið stefania@bolungarvik.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og afrit af leyfisbréfi ásamt sakavottorði.
Umsóknarfrestur til og með 15. apríl 2019.
Nánari upplýsingar veitir Stefanía í síma 456-7249 eða í gegnum tölvupóst. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir