Laus störf
Sundlaugarvörður óskast
Umsækjendur þurfa að hafa lokið námskeiði í skyndihjálp og standast sundpróf laugarvarða samkvæmt reglugerð um hollustuhætti á sund og baðstöðum.
Í starfi sundlaugarvarðar felst m.a:
- Öryggisvarsla við sundlaug og sundlaugarsvæði.
- Klefavarsla/baðvarsla/gangavarsla/ rýmisvarsla.
- Baðvarsla í karlaklefum.
- Afgreiðsla og önnur þjónusta við gesti.
- Þrif.
Hæfniskröfur:
- Góð samskiptahæfni
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Reynsla af starfi með börnum og unglingum.
- Tölvukunnátta
- Hreint sakavottorð.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður, Gunnar Hallsson, í síma 456 7381 og 696 7316.
Umsóknafrestur er til og með laugardeginum 20. febrúar 2016.
Umsóknum skal skila til forstöðumanns íþróttamiðstöðvar eða á netfangið gunnar@bolungarvik.is.